Mamma mía!

Föstudagur 15. ágúst 2014

Einhvern veginn atvikaðist það svo að upp úr kl 9 í kvöld vorum við Inga ein í kotinu ásamt Svandísi Erlu sem sofnaði eldsnemma. Þegar við hjónakornin kveiktum á sjónvarpinu var hin ægilega rómantíska söngvamyd, Mamma mía, að byrja. Þar sem nokkuð er síðan við Inga höfum séð hana var ákveðið að poppa og horfa á myndina sem var bara hin ágætasta skemmtun.

Reyndar er gaman að rifja upp að mín fyrstu kynni af þessri mynd. Þá hafði hún verið sýnd í bíóhúsum í nokkurn tíma við miklar vinsældir en ég vissi varla af henni. Ákveðið var að prófa að hafa eina "syngdu-með-sýningu" þar sem allir textar laganna birtust á tjaldinu og bíógestir máttu dansa og syngja með. Ég fékk tvo boðsmiða á þessa sýningu og bauð Ingu með mér en við fórum með um 20 manna hópi á sýninguna. Stóri salurinn í Háskólabíó var stútfullur þegar sýningin hófst en við karlarnir í salnum voru samtals svona 10-20 en allt hitt konur á öllum aldri. Svo byrjaði myndin og allir (flestir) sungu með í öllum lögunum og upp úr miðri mynd voru allir (flestir) staðnir upp og sungu og dönsuðu með myndinni. Verð að játa að þetta var dáldið skrítin upplifun og ég var ekki að hífa upp meðaltalið á staðnum í danstöktum. En amk tókst þessi prufusýning það vel að margar svipaðar sýningar voru haldnar í framhaldinu.

Söguþráður myndarinnar verður ekki rakinn hér en myndin byggir á öllum helstu smellum hljómsveitarinnar ABBA, sem hljóma auðvitað allir í myndinni. Hvet nú fólk til að kíkja á myndina ef þið hafið ekki séð hana.

mamma-mia 

Mynd dagins er auglýsingaspjald frá myndinni Mamma mía sem við Inga horfðum óvænt á í kvöld. Gaman að rifja upp þessa mynd sem skartar ýmsum stórleikurum og fullt að góðum ABBA-lögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband