Litla Humar-hátíðin!

Sunnudagurinn 10. ágúst 2014

Seinni partinn í dag fengum við góða gesti í heimsókn en það voru Sigga móðursystir mín og Steen maðurinn hennar ásamt foreldrum mínum. Sigga og Steen búa í Danmörku en eru alltaf dugleg að koma til Íslands og gera það amk 2-3svar á ári. Þau eru alltaf dugleg að heimsækja okkur þegar þau koma og við áttum öll skemmtilegan dag saman þar sem karlkynið spilaði meðal annars borðtennis í drjúga stund. Kannski þurfti nú ekki mikið til að fá Siggu og Steen í heimsókn í þetta skiptið þar sem við vorum búin að lofa þeim lítilli Humarhátíð, þar sem við skelltum góðum hrúgum af humri á grillið með miklum sósum og kryddlegi sem Inga hafði útbúið.

DSC01465

Mynd dagsins er tekin í stofunni heima nú í kvöldmatnum þar sem við fengum góða gesti í heimsókn til að borða með okkur humar; þau Siggu móðursystur mín og Steen sem búa í Danmörku. Mjög skemmtilegur dagur þar sem við meðal annars gæddum okkur á grilluðum humri Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband