7.9.2014 | 11:12
Aftur í rútínuna...
Mánudagurinn 1. september 2014
Í dag er komin september og þá má kannski formlega segja að sumarið sé búið. Að minnsta kosti var ákveðið hjá mér að dagurinn í dag markaði upphafið að því að koma vetrarrútinunni í gang aftur. Síðustu ár hef ég reynt að halda mér í þeim síð að koma mér í rúmið ekki seinna en kl 23 á virkum dögum. Það er svo ég getið vaknað snemma (rétt fyrir kl 6), skellt mér í ræktina og verið kominn heim um kl 7:30 þegar aðrir heimilismenn eru að vakna. Þetta tekst auðvitað misvel en virðist - amk fyrir mig - vera eina ráðið til að ég mæti skipulega og reglulega í ræktina. Auðvitað tekst þetta ekki alltaf en þá daga sem þetta gengur upp finn ég mikinn mun á mér; er miklu ferskari og hressari á daginn ef ég hef náð smá morgunhreyfingu.
Á sumrin, fer þetta hins vegar allt í vitleysu af ýmsum orsökum og því byrjaði sem sagt vetrarrútínan i dag. Mynd dagsins er þessu skemmtilega klukkuspili sem minnir mann á að lífð er að komast aftur í vetrarrútínuna og það er líka bara mjög gott
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.