Jóga!

Mánudagurinn 25. ágúst 2014

Já - þá er maður byrjaður í jóga! Í nokkur ár hefur verið á dagskrá hjá mér að fara að stunda jóga. Síðasta vetur prófaði ég aðeins en nú er ég kominn á formlegt námskeið hjá jógastöðinni Heilsubót. Fyrsti tíminn var einmitt í kvöld og næstu 8 vikurnar verð ég einu sinni í viku. Svo er hægt að gera heimaæfingar af netinu.

Tilgangur er jú - að læra tækni sem stuðlar að betri líkamlegri heilsu, kyrrir hugann og kemur jafnvægi á tilfinningar með því markmiði að ná fullkomnu jafnvægi á líkama og sál í daglegu lífi. Ég er nú ekki mikill sérfræðingur í jóga-fræðum en þar eru ýmsar tengundir eða afbrigði. Hjá mér, er nú markmiðið (amk til að byrja með) að tengja saman öndun og hreyfingar til að ná betri stýringu á huganum og dýpka innri skynjun. Göfugt markmið sem gaman verður að glíma við!

Jóga

Mynd dagsins er að undirrituðum komnum í jóga en í kvöld byrjaði ég á spenndi námskeiði til að kynnast þessum fræðum aðeins en ég hef lengi stefnt að því.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband