Gamli fer í golf!

Þriðjudagurinn 26. ágúst 2014

Það gerist nánast aldrei, eða varla einu sinni á ári að ég spila golf á alvöru golfvelli. Vinnu minnar vegna þarf ég stundum að taka þátt í spennandi púttmótum en að fara í alvöru golf geri ég sem sagt mjög sjaldan.

Í dag var ég þó plataður í einn golfhring með nokkrum góðum félögum. Lenti í blíðskaparsveðri en haldið var á Hamarsvöll við Borgarnes. Þar sem ég kann ekkert í golfi er ég yfirleitt bara mjög ánægður ef ég hitti kúluna sem gerðist nú öðru hverju. Golf er í raun og veru mjög skemmtileg íþrótt en það sem heldur mig frá golfi er tíminn sem fer í sportið. Ég hef því aldrei stundað golf eða gefið mér tíma í að prófa þetta almennilega. Líklega kemur nú að því einn daginn að ég helli mér að alvöru í golfið en það verður ekki alveg strax.

Hamarsvöllur

Mynd dagsins er frá golfvellinum Hamarsvelli við Borgarnes sem líklega er frægastur fyrir að þar er stærsta kókdós á Íslandi. Þarna var ég í dag og brá mér aðeins í golf en það geri ég mjög sjaldan - en mjög gaman Smile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband