Djei Tí and mí - og 17.000 aðrir....

Sunnudagurinn 24. ágúst 2014

Það er ekki hægt að segja annað en að hápunktur dagsins hafi verið feðgaferð á tónleika stórstjörnunnar Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Þá fór ég ásamt sonunum Magnúsi og Ágústi og ca 17.000 öðrum til að sjá stórstjörnuna dansa og syngja. Það er ekki oft sem erlendar poppstjörnu koma til Íslands á hátindi ferilsins en Justin Timberlake er einmitt í þeim sporum svo ákveðið var að við feðgar myndum slá til og taka þátt í veislunni.

Samkvæmt fréttum eru þetta með stærri tónleikum sem haldnir hafa verið á Íslandi og voru bara hin ágætasta skemmtun. Ég get ekki sagt að ég þekki feril kappans til hlítar en þónokkur lög þekkir maður ágætlega. Maðurinn er greinilega mikill fagmaður og yfirvegaður. Hann mætti á svið á slaginu kl 21 og hinn hressasti - samt alveg laus við hroka eins og sumir popparar vilja verða. Justin er líka mjög fjölhæfur því fyrir utan að syngja er hann afbragðsdansari og getur spilað á píanó og gítar. Með honum var fjöldi flottra hljóðfæraleikara og dansara þannig að úr varð ágætis sýning án þess að verða einhver vitleysa.

DSC01957

Mynd dagsins er tekin á tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í kvöld þar sem við feðgarnir áttum flotta stund ásamt um 17.000 öðrum. Justin, sem notar skammstöfunina JT nokkuð mikið, var með flotta tónleika þannig að úr varð mjög skemmtileg og eftirminnileg skemmtun. Við náðum nokkrum fínum myndum (sjá facebook) og þetta er ein þeirra sem vonandi gefur innsýn í fjör kvöldsins Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband