22.8.2014 | 00:54
"Týndi" sonurinn kominn heim!
Fimmtudagurinn 21. ágúst 2014
Í blíðunni í kvöld héldum við mikla grillveislu hér á heimilinu. Tilefnið var ekki bara það að Guðrún mágkona var í heimsókn, heldur var líka von á Ingimar tengdapabba í mat og ekki síður Rúnari Inga (syni Jónu mágkonu) og Örnu kærustunni hans, en Rúnar er nú fluttur í höfuðborgina til að hefja nám í Háskóla Íslands. Rúsínan í pylsuendanum var svo heimkoma frumburðarins á heimilinu, Ágústar Loga, sem nánast flutti að heiman í sumar þar sem hann var að vinna út á landi.
Í dag var semsagt síðasti vinnudagur Ágústar í sumarvinnunni en hann hefur starfað í sumar í blómarækunarstöðinni Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum. Espiflöt er ein af stærstu (ef ekki sú stærsta) blómaræktunarstöðvum landsins. Vegna þessa hefur Ágúst búið hjá Ingimar afa sínum í sumar en hann býr einmitt í Reyholti. Sambúðin hefur gengið mjög vel að sögn þeirra beggja en þó hefur Ágúst verið duglegur að koma heim um helgar og einstaka kvöld til að hitta fjölskyldu og vini.
Eins og sönnum herramanni sæmir færði Ágúst Logi mömmu sinni auðvitað blómvönd við heimkomuna og það var glatt á hjalla í grillveislu kvöldsins. Skólinn hefst svo hjá dregnum strax í fyrramálið.
Mynd dagins er af blómadreng heimilisins nú í kvöld með blómvöndinn sem hann færði mömmu sinni. Vegna vinnu sinnar í blómræktunarstöðinni Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum, þurfti Ágúst Logi nánast að flytja að heiman í sumar. Í dag var síðast vinnudagurinn og skólinn byrjar á morgun. Dregurinn flutti því heim aftur í dag og því var fagnað með flottri grillveislu og góðum gestum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.