Færsluflokkur: Bloggar
15.10.2009 | 23:27
Hrossalundir - nammi namm!
Miðvikudagur 14. október 2009
Í kvöld var ég staddur á fundi í Kiwanisklúbbnum Mosfelli hér í Mosfellsbænum en það hef ég verið félagið síðasta árið. Nú er vetrarstarfið komið á fullt. Kvöldmaturinn í kvöld vakti sérstaka athygli okkar þar sem boðið var upp á innbakaðar hrossalundir með gómsætri fyllingu. Borið fram með léttsteiktum karöflum og grænmeti. Gríðarlega ljúffengt, en það er ekki oft sem maður fær hrossakjöt í matinn en þetta bara bara virkilega gott.
Mynd dagsins er af félögum mínum, þeim Sigga og Ella, að snæða þessar fínu hrossalundir á Kiwanisfundinum í kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2009 | 23:16
Sagan um "kónkulóina"
Þriðjudagur 13. október 2009
Þessa dagana er Magnús Árni sonur minn (6 ára) allur í því að búa til teiknimyndasögur. Hann er nú bara búinn að læra 5 starfi í skólanum og formlega ekki búinn að læra að skrifa. Hann er þó meira og minna sjálfmenntaður í lestri og skrift og er alveg óhræddur við teiknimyndasögugerðina. Þetta eru stuttar sögur en allar með merkilega góðum söguþræði. Virkilega gaman að svona framtaki hjá börnunum
Mynd dagsins er teiknimyndasagan um "kónkulóina". Sagan er um tvo félaga sem hittast og rekast á "kókuló". Þegar annar verður hræddur við hana nær hinn að henda henni í burtu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2009 | 00:27
Veisluborð á hótel Sögu
Mánudagur 12. október 2009
Seinni partinn í dag var ég staddur í afmælisboði á Hótel Sögu, tengt vinnu minni. Hótelið heitir nú reyndar Radisson-SAS í dag. Afmælisboðið var hin glæsilegast veisla þar sem boðið var um á ótrúlega gómsætt veisluborð. Alveg hrikalega gott og alveg nógu merkilegt til að rata hér inn sem mynd dagsins.
Mynd dagsins sýnir dásamlegt veisluborð á hótel sögu þar sem bragðlaukarnir glöddumst mikið seinni partinn í dag Þetta leit nákvæmlega svona vel út ef ekki bara töluvert betur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2009 | 00:26
Labbitúr í Litlaskóg
Sunnudagur 11. október 2009
Í blíðunni í dag fórum við Inga í göngutúr með Magnúsi Árna, syni okkar. Við fórum góðan og skemmilegan hring hér í Mosfellsbænum. Meðal annars gengum við á skemmtilegan stað við Vesturlandsveginn sem kallast Litliskógur. Magnús Árni fór þarna oft með leikskólanum sínum þannig að hann vildi endilega fá að sýna okkur nokkra ævintýrastaði.
Mynd dagsins er tekin í Litlaskógi við Vesturlandsveginn og sýnir Ingu og Magnús Árna. Þó svæðið sé ekki stórt er ýmislegt hægt að bralla þar eins og t.d. að klifra í trjánum sem er alltaf jafngaman sama á hvaða aldri fólk er
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2009 | 00:12
Stórdansiball Skagamanna með Páli Óskari
Laugardagur 10. október 2009
Í kvöld var mikið að gerast. Við félagarnir í félagsskapnum Club71 (sjá nokkrar færslur í sumar og vor) tókum okkur til og héldum stórdansleik! Markhópurinn voru brottfluttir Skagamenn ásamt þeim sem ennþá búa á Skaganum. Ballið var haldið í félagsheimilinu Hlégarði hér í Mosfellsbæ en það er einmitt mitt á milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins. Páll Óskar var fenginn til að halda uppi stuðinu. Strax kl. 21 vorum við Inga mætt í partý til Elvars og Jóhönnu vinafólks okkar hér í Mosó þar sem hluti félagsskaparins hittist ásamt mökum og vinum. Um hálftólf héldum við svo í Hlégarð og fljótlega byrjaði fólk að streyma inn. Ballið heppnaðist aldeilis meiriháttar vel og minnti helst á skólaball í Fjölbrautarskóla Vesturlands fyrir 15-20 árum. Langt síðan maður hefur verið á balli þar sem maður þekkir flesta og þrátt fyrir að dansgólfið hafi verið fullt af fólki til kl. 3:30 þegar Palli sleit ballinu, fór góður tími í spjalla við gamla vini og kunningja - marga hafði maður ekki séð árum saman. Aldeilis rosalega vel heppnuð skemmtun!
Mynd dagsins er tekin í Skagamannaballinu í Hlégarði nú í kvöld. Þarna er ég ásamt Sævari og Rúnari félögunum mínum og sjálfum Páli Óskari. Sævar og Rúnar voru í innsta hring undirbúningsins fyrir dansleikinn ásamt fleiri félögum okkar. Stórdansiballið gekk semsagt vonum framar: mikið stuð og fólk mjög ánægt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2009 | 23:53
Karókí í Ölver
Föstudagur 9. október 2009
Í kvöld kíkti ég við á hinum sögufræga veitinga- og skemmtistað Ölveri en staðurinn er staðsettur í verslunarmiðstöðinni Glæsibæ fyrir þá sem ekki vita. Um 100 félagar í starfsmannafélagi Hrafnistu í Reykjavík (vinnustaður minn) voru þar með æsispennandi karókí hátíð. Dagskráin hófst á ljómandi góðum kvöldverði og síðan voru dregnir út nokkrir happdrættisvinningar. Á staðinn voru mættar idol-stjörnurnar Heiða og Anna Hlín en báðar bera þær þann heiður að hafa orðið í öðru sæti í þessari merku keppni. Anna Hlín er reyndar starfsmaður hjá okkur líka. Þær komu fjörinu heldur betur í gang með því að taka nokkur lög áður en viðstaddir sýndu snilli sína. Þetta var mjög skemmtilegt en þær stöllur komu mér þó í mikil vandræði um mitt kvöldið með því að kalla mig upp á svið til að taka lagið fyrir fólkið. Ég hef nú reyndar frekar takmarkaða sönghæfileika og sérstaklega ekki þegar ég veit ekki fyrirfram hvaða lag ég er að fara að syngja. Það má þó ekki taka lífið of alvarlega og eftir að samstarfólkið hafði skemmt sér við að láta mig taka eitt lag var ég klappaður upp til að taka annað Ég var þó komin snemma heim enda bara ætlunin að kíkja aðeins við og kanna stemminguna sem var mjög góð!
Mynd dagins er tekin í kvöld í Ölveri í Glæsibæ á Karókíhátíðinni. Myndin sýnir nokkrar samstarfskonur mínar í banastuði enda var fólk fljót farið að syngja og dansa um allan sal með "listamönnunum"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2009 | 23:27
Stjórinn!
Fimmtudagurinn 8. október 2009
Það fer ekki milli mála hjá neinum sem kíkir reglulega á þessa ljósmyndadagbók að fótbolti er ofarlega á lista yfir áhugamál hjá mér og sonunum. Fyrir nokkrum árum var gefið út íslenska knattspyrnuspilið "Stjórinn" og gengur út á að leikendur eru að stjórna hver sínu knattspyrnuliði. Spilið er að sjálfsögðu til á mínu heimili og einstaka sinnu dregið fram.
Mynd dagsins er af Ágústi Loga og Magnúsi Árna að spila "Stjórann". Mikið stuð!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2009 | 23:14
Guðbrandur Víðir
Miðvikudagur 7. október 2009
Einn af vinnustöðum mínum er hjúkrunarheimilið Víðines sem staðsett er á Alfsnesi milli Mosfellsbæjar og Kollafjarðar. Ég kem þar öðru hverju. Í Víðinesi býr einn feistasti köttur landsins, Guðbrandur Víðir. Hann er þó hvers manns hugljúfi á staðnum og blíður og góður við alla. Maður reynir að kíkja á kappann þegar maður er á ferðinni en eins og katta er siður er Guðbrandur ekki alltaf heimavið. Í dag var ég á ferðinni í Víðinesi og náði aðeins að klappa gleðigjafanum Guðbrandi Víði.
Mynd dagsins er af kettinum mikla, Guðbrandi Víði, í Víðinesi. Hann lá í makindum í körfunni sinni þegar ég hitti hann í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2009 | 23:08
Tekið á því í World Class
Þriðjudagur 6. október 2009
Tíminn eftir vinnu í dag fór í íþróttir. Fyrst var ég gestur á fundi hjá nýrri stjórn í meistaraflokksráðs Aftureldingar í knasttpyrnu (sjá nokkrar færslur fyrr í sumar um tengsl mín við knattspyrnudeildina). Að þeim fundi loknu var skundað á foreldrafund hjá 4. flokki Aftureldingarí knattspyrnu þar sem Ágúst Logi sonur minn æfir og spilar (sjá einnig nánar í nokkrum færslum fyrr í sumar). Loks fór ég sjálfur í íþróttir og tók aðeins á því. World class rekur þessa fínu æfingastöð við Lágafellslaug. Þetta er í göngufjarlægð frá heimilinu þannig að það er enginn afsökun lengur fyrir að vera ekki duglegur að mæta í ræktina. Þegar stöðin opnaði 2007 keypti ég strax fasta áskrift og þá getur maður mætt í æfingastöðina og/eða sund eins oft og maður vill. Það er alveg meiriháttar.
Mynd dagsins er tekin í World Class við Lágafellslaug nú í kvöld. Þarna er ég á hlaupabrettinu að rembast við brenna nokkrum kalóríum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2009 | 22:10
Svamlað í Salarlauginni
Mánudagur 5. október 2009
Seinni partinn í dag skelltum við Magnús Árni okkur í sund. Það var þó ekki sundlaugin hér við túnfótinn, Lágafellslaug, sem varð fyrir valinu að þessu sinni. Nú var skundað í Kópavoginn þar sem við fórum í Salarlaugina en það er ágætt að fá tilbreytingu frá okkar "heimasundlaug" örðu hverju. Magnús Árni hefur ekki oft komið í Salarlaugina þannig að það var svakalega gaman hjá honum. "Straumurinn" var sérstaklega vinsæll enda ekki mikið um slík fyrirbæri hér á landi. Svo er auðvitað alltaf gaman að fara í nýjar rennibrautir.
Mynd dagsins er af Magnúsi Árna í anddyri Salarlaugar í Kópavogi. Við feðgarnir áttum við góða og skemmtilega stund nú í dag í Salarlauginni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)