Færsluflokkur: Bloggar

Seiðandi söngvaseiður

Laugardagur 24. október 2009

Það var aldeilis nóg að gera hjá mér í dag. Eftir að hafa vaknað snemma og farið í bakaríið fyrir næturgestina (sjá færslu gærdagsins) lá leið mín í Elliðárdal þar sem ég smellti mér í 1/2 maraþon-hlaup sem þar fór fram. Það var blíðskaparveður þannig að ég gat ekki annað en komið mínu 0,1 tonni alla leið frá upphafsreit að endamarki á mjög góðum tíma, 1:41:15 sem er nú bæting upp á tæpar 3-4 min úr Reykjavíkurmaraþoninu. Eftir að hafa baðað mig vel og lengi í heita pottinum hér í Lágafellslaug fórum við fjölskyldan í Borgarleikhúsið og sáum þar Söngvaseið. Alveg hreint hin skemmtilegasta sýning og ekki annað hægt en að hrífast með. Við keyptum miðanna einhvern tímann í sumar enda búið að vera uppselt á allar sýningar frá því byrjað var að sýna leikritið á síðasta leikári. Á sýningunni hitti ég m.a. vinkonu mína sem var að koma með dóttur sína í 3ja sinn. Eftir að heim var komið snæddum við lambasteink með Ingimar og Önnu tengdaforeldrum mínum og um kvöldið héldum við Inga svo yfir til Elvars, nágranna okkar og vinar, sem efndi til smá teitis í tilefni afmælis síns. Þetta var því mjög skemmtilegur dagur Cool

 

IMG_5989[1]

Mynd dagsins er tekin í Borgarleikhúsinu í dag. Þarna erum við fjölskyldan ásamt Önnu tengdamömmu, að fá okkur hressingu í hléi á hinu seiðandi leikriti, Söngvaseiður sem var mjög skemmtileg sýning.


Fullt hús af frændfólki

Föstudagur 23. október 2009

Í kvöld fengum við góða heimsókn frá ættingjum en Jóna systir Ingu kom að norðan með syni sína tvo, Arnar og Rúnar, en þau ætla að vera hér sunnan heiða um helgina. Svo birtust líka tengdaforeldrar mínir, Anna og Ingimar sem eru líka í borgarferð. Það var því kátt í kotinu fram eftir kvöldi og fullt af fólki í gistingu sem var nú bara gaman.

IMG_5993[1]

Mynd dagsins er tekin í sjónvarpssófanum í kvöld og sýnir nokkra fjölskyldumeðlimi að gæða sér á ís. Frá vinstri eru: Arnar Ingi, Rúnar Ingi (synir Jónu), Magnús Árni, Anna tengdamamma, Ágúst Logi og Ingimar tengdapabbi Smile 


Pizzuveisla á Skaganum

Fimmtudagur 22. október 2009

Í dag var Inga að vinna á kvöldvakt. Við feðgar notuðum tækifærið seinni partinn og fórum í heimsókn til pabba og mömmu á Skaganum. Þetta er nú bara skottúr hérna úr Mosfellsbænum, aðeins um 25 min keyrsla. Strákarnir áttu þar góða stund með ömmu og afa (og ég auðvitað líka). Skötuhjúin á Skaganum komu okkur feðgum nú á óvart með því vilja endilega panta handa okkur pizzu áður en farið var til baka í Mosfellsbæinn. Eins og við var að búast slógu piltarnir ekki hendinni á móti þessu tilboði. Við vorum svo komnir til baka um hálf-átta en þá þurfti Ágúst að fara á fótboltaæfingu en Magnús að fara að hátta.

IMG_5983[1]

Mynd dagsins er úr pizzuveisluni hjá ömmu og afa strákanna á Skaganum í dag. Mjög gaman Smile


Skroppið til Akureyrar

Miðvikudagur 21. október 2009

Í dag þurfti ég að vera á Akureyri vegna vinnu minnar. Það var flogið fram og til baka í dag og nokkrir fundir og skoðunarferðir voru á dagskránni, sem var þéttskipuð og dagurinn því vel nýttur. Alveg rjómablíða var á Akureyrinni þó hitastigið hafi verið um frostmark og létt, nýfallin mjöll yfir hluta dagsins. Um kl 16 var flogið til baka eftir velheppnaðan dag.

IMG_5978[1]

Mynd dagsins er tekin á Akureyrarflugvelli í dag og sýnir flugvélina renna í hlað áður en haldið var af stað til Reykjavíkur aftur eftir góðan dag í höfuðstað norðurlands. Ótrúlega þægilegur ferðamáti og skemmtilegur dagur!


Fagnað að hætti McDonalds...

Þriðjudagur 20. október 2009

Seinni partinn fórum við Inga í foreldraviðtöl í Lágafellsskóla þar sem synir okkar stunda nám. Ágúst Logi, sem er nú í 8. bekki, kom með okkur í sitt viðtal en Magnús Árni, sem er í 1. bekk, þurfti að bíða frammi meðan við töluðum við kennarann hans. Það er skemmst frá því að segja að báðir drengirnir fengu alveg úrvals umsagnir hjá kennurunum og eru alveg til fyrirmyndar. Við erum því gríðarlega stolt af piltunumSmile  Í tilefni þess fengu þeir að velja kvöldmatinn. Ótrúlegt en satt, þá voru þeir bræður algerlega sammála að skundað skildi í menningarsetrið McDonalds og þar snæddum við Big Mac o.sv.frv. nú í kvöld til að fagna útkomunni úr þessum flottu foreldraviðtölum.

McDonalds

Mynd dagsins er tekin á McDonalds þar sem þeir bræður gæða sér á gómsætinu sem þar er hægt að fá. Svo þurfti auðvitað að fagna líka með því að prófa tölvuspilin og rennibrautina sem þarna er að finna. 


Bílskúrsdagar

Mánudagur 19. október 2009

Þessa dagana erum við að taka til í bílskúrnum fyrir veturinn. Aldeilis ótrúlega fljótt að safnast upp draslið og nóg að gera við að flokka og raða sumardótinu.

IMG_5985

Mynd dagsins er tekin inn í bílskúr þar sem verið er að koma öllu á sinn stað fyrir veturinn.


Fjögra systra bröns

Sunnudagur 18. október 2009

Í dag voru fjórar systur hjá okkur fjölskyldunni í "bröns".  Þetta voru systurnar frá Áshóli í Grýttubakkahreppi. Nánar tiltekið er þessi bær við Grenivík í Eyjafirði (rét hjá Akureyri Smile). Tvær þeirra, Sigga og Anna Bára og fjölskyldur þeirra eru vinafólk okkar, en um helgina fengum við að kynnast hinum tveimur systrunum (heldur betur vel Cool). Þær systur, sem allar nema ein búa fyrir norðan, voru í "systra-kaupstaðarferð" í höfuðborginni og tóku helgina með stæl. Í dag voru þær á norðurferð aftur eftir velheppnaða helgi og fengu hjá okkur hressingu áður en haldið var af stað.

IMG_5973[1]
 

Mynd dagsins er af "brönsinum" í dag hjá okkur í Hrafnshöfðanum þegar systurnar fjórar frá Áshóli voru í heimsókn. Á myndinni eru frá vinstri Sigga, Berglind, Anna Bára, Ásdís og Inga.


Í kulda og trekki...

Laugardagur 17. október 2009

Í morgun dreif ég mig snemma á fætur. Ætlunin var að skella mér í fjallaferð með félaga mínum Gunnlaugi B. Ólafssyni (sjá blogvinir hér til hliðar) og fleirum. Á stefnuskránni var gönguferð á hæsta topp Kálfstinda (824 m) sem eru fjallgarður við Lyngdalsheiðina milli Laugarvatns og Þingvalla. Hinir þekktu Laugavatshellar (sjá færslu 30. júlí 2009) er í þessum fjallgarði. Það viðraði ekkert sérstaklega vel á okkur Gunnlaug og sjö aðra ferðafélaga, þegar lagt var í hann. Engin sólarvörn var tekin með í ferðina og hennar var svo sem heldur ekki saknað. Þó hlýtt hafi verið í byrjun ferðar rigndi meira og minna allan tímann og þegar upp á fjallgarðinn var komið, var kominn ansi hressilegur kuldatrekkur sem fylgdi okkur upp á topp. Skyggnið var ekkert en ferðin var hressandi  (er að reyna að vera jákvæður LoL). Í einni nestispásunni (sem stóð bara yfir í eina mínútu vegna veðurs) einhvers staðar ofarlega í fjallgarðinum náði ég að týna símanum mínum. Ég sé hann víst ekki meir. Það er þó lán í óláni að síminn var eiginlega ónýtur og um helgina stóð til að skipta yfir í nýjan. Símanúmerin 169 sem voru í minninu er þó verra að missa en ég hlýt að lifa þetta af.

 
IMG_5963[1]

Mynd dagsins er tekin í gönguferð dagsins á Kálfstinda. Eins og sjá má var alveg nóg af rigningu en galsann vantaði nú ekki hópinn. Þessi mynd er tekinn upp á fjallgarðinum og þarna var brugðið á leik á háum steini sem varð á leið okkar. Gunnlaugur félagi minn er þarna appelsínugulur lengst til hægri. Þó útsýnið hafi alveg verið að skornum skammti var þetta bara hressandi og skemmtileg ferð Smile


Nýr fótboltaþjálfari kynntur

Föstudagur 16. október 2009

Seinni partinn í dag var mér boðið á fund hjá Knattspyrnudeild Aftureldingar. Ég er fyrrverandi formaður deildarinnar en í dag er ég þó bara í baklandinu við að aðstoða (sjá nokkrar fyrri færslur í sumar og vor). Í dag var var það meistaraflokkur karla sem bauð mér á fund ásamt leikmönnum og nokkrum velgjörðarmönnum þar sem verið var að kynna nýjan þjálfara. Nýji þjálfarinn heitir Izudin Daða Dervic. Dervic lék m.a. með KR, Val og FH á ferli sínum sem leikmaður á árum áður auk þess sem hann á að baki 14 landsleiki með íslenska A-landsliðinu. Eftir að hann lagði skóna á hilluna hefur hann einbeitt sér að þjálfun en hann var m.a. þjálfari hjá Haukum í 1.deildinni fyrir nokkrum árum. Nú er bara að sjá hvort Afturelding nær sér ekki að strik í fótboltanum undir stjórn hins nýja þjálfara.

Dadi Dervic

Mynd dagsins er frá kynningarfundi meistraflokks karla hjá Knattspyrnudeild Aftureldingar þar sem ég kíkti við seinni partinn í dag. Á fundinum var nýr þjálfari kynntur. Á myndinni eru Hilmar formaður meistaraflokksráðs karla, nýji þjálfarinn Daði Dervic og Gyða, framvæmdastjóri Aftureldingar.


Afmælisveisla Barkar

Fimmtudagur 15. október 2009

Börkur rafvirki og knattspyrnufélagi minn er 39 ára í dag. Síðustu ár höfum við spilað saman fótboltaá fimmtudagskvöldum með sameiginlegum vinahóp okkar Club71 (sjá ýmsar fyrri færslur). Eftir fótboltann í kvöld bauð Börkur okkur félögunum inn á næsta pöbb hér í Mosó þar sem við áttum góða stund saman í tilefni dagsins og héldum smá afmælisveislu.

 

börkur

Mynd dagsins er tekin í nú í kvöld þar sem við félagarnir fögnuðum afmæli Barkar. Eins og sjá má var slegið á létta strengi en veislan stóð nú bara yfir í 30 min eða svo. Á myndinni eru frá vinstri: Börkur afmælisdrengur, Malli, Siggi Sig, Ástþór, Rúnar, Hannes og Kalli.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband