Færsluflokkur: Bloggar
5.10.2009 | 21:59
Finnst þér ekki Esjan vera sjúkleg...?
Sunnudagur 4. október 2009
Það var aldeilis ótrúlega fallegt verður í dag. Nánast ekkert ský var á himni og sólin skein í heiði. Það var þó ansi kalt úti en þá er bara að klæða veðrið af sér. Ég hef nú ekki lagt fyrir mig ljósmyndun en ég held að dagurinn í dag hljóti að vera dagur ljósmyndaranna.
Mynd dagsins er tekin á planinu fyrir utan hjá okkur og sýnið útsýnið yfir á Esjuna sem skartaði sínu fínasta í blíðunni í dag. Komin fallegur snjór í efri hlutan sem gefur haustlitunum ennþá fallegri blæ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2009 | 22:27
Matur hjá meistarakokknum Ástþóri
Laugardagur 3. október 2009.
Þó Jóna mágkona eigi afmæli í dag var nú ekki haldið til hennar í afmæliveislu sem hefði verið mjög gaman - því hún býr á Akureyri. Við Inga fórum hins vegar nú í kvöld upp á Akranes í matarboð hjá vinafólki okkar, Ástþóri og Sigrúnu, sem þar búa. Ástþór er mikill meistarkokkur og eins og við var að búast töfraði hann fram hvern meistararéttinn á fætur öðrum - auðvitað með dyggri aðstoð konu sinnar. Og auðvitað stenst maður ekki slíkar freistingar þannig að allar megranir eru í uppnámi. Við áttum svo mjög skemmtilegt kvöld sem reyndar stóð fram á nótt, en alls vorum við átta manns á svæðinu.
Mynd dagsins er tekin heima hjá vinafólki okkar, Ástþóri og Sigrúnu, nú í kvöld. Þarna erum við að gæða okkur á veitingunum. Á myndinni eru frá vinstri: Sigrún, Inga, Hafdís, Ástþór, Sævar, Heida og Erlingur. Mjög skemmtilegt kvöld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2009 | 22:15
Trampólínið leggst í híði
Föstudagur 2. október 2009
Þó í dag sé föstudagur gerðist órtúlega lítið hjá mér í dag nema vinna og aftur vinna. Inga bakaði reyndar alveg ljómandi pizzu fyrir okkur strákana í kvöldmatinn en öðru leiti var maður bara að dunda sér eitthvað - sem er jú líka ágætt stundum.
Mynd dagins er tekin úti í garði og sýnir mig að taka saman trampólín fjölskyldunnar. Það er nú tekið í sundur og sett inn í bílskúr þar sem það liggur í híði þar til sól fer að hækka aftur á lofti næsta vor!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2009 | 23:19
Ferming framundan
Fimmtudagur 1. október 2009
Seinni partinn í dag var ég boðaður á fund með prestum Mosfellsbæjar. Þetta var nú reyndar ekki einkafundur minn með þeim, heldur voru allir foreldrar tilvonandi fermingarbarna, boðaðir á kynningarfund í safnaðarheimili Lágafellssóknar. Sem sagt, Ágúst Logi sonur okkar er að fara að fermast næsta vor. Hann mun nánar tiltekið fermast fyrri hluta Pálmasunnudags, 28. mars á næsta ári. Á foreldrafundinum í dag var farið yfir hvernig fermingarfræðslan er uppbyggð og til hvers er ætlast að fermingarbörnunum í vetur. Jafnframt var sagt frá spennandi ferðalagi sem þau fara í, í Vatnaskóg nú í október þar sem þau fá m.a. að gista. Nú er bara fyrir okkur foreldrana að byrja undirbúa ferminguna enda í mörg horn að líta.
Mynd dagsins er af Lágafellskirkju hér í Mosfellsbæ en þar mun Ágúst Logi sonur okkar fermast næsta Pálmasunnudag eða 28. mars 2010.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2009 | 23:11
Og þá er FIFA10 komin út...
Miðvikudagur 30. september 2009
Í dag er stór dagur hjá Ágústi Loga syni mínum. Í dag kom í verslanir ný útgáfa af uppáhalds play-station leiknum hans, FIFA. Útgáfan núna er semsagt FIFA2010. Þetta er fótboltaleikur og á hverju ári kemur út ný útgáfa. Leikurinn er í grunninn alltaf sá sami en milli ára hafa leikmenn auðvitað skipt um lið og ýmis ný atriði koma með hverri nýrri útgáfu. Ágúst fór nú seinni partinn í dag, með Arnari vini sýnum í verslunina Geimstöðina í Kringlunni þar sem fór fram keppni í tölvuleiknum FIFA í tilefni útgáfudagsins. Þar var urmull af stákum á öllum aldri og auðvitað gafst þeim kostur á að kaupa eintök af nýja leiknum. Ágúst kom heim alveg gríðarlega montinn. Þó honum hafi ekkert gengið sérstaklega vel í mótinu, þar sem hann féll út í 2. umferð fyrir 18 ára strák, þá var hann fyrstur í röðinni þegar leikurinn fór í sölu þannig að hann var sá allra fyrst sem kaupir eintak af tölvuleiknum hér á landi - aldeilis merkilegt!
Mynd dagsins er af okkur Ágústi með nýja tölvuleikinn, FIFA10. Þegar heim var komið eftir kaup dagsins og þátttöku í mótinu þurfti að sjálfsögðu að prófa leikinn en hægt er að keppa saman í liði eða hvor við annan í leiknum. Þar sem Magnús Árni var farinn að sofa þegar Ágúst kom heim úr Kringlunni stóðu mér ekki aðrir möguleikar til boða en að spila leikinn við piltinn nú í kvöld!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2009 | 22:56
Það er kósí-kvöld í kvöld!
Þriðjudagur 29. september 2009
Á morgun er frí í skólanum hjá báðum sonunum. Þá er starfsdagur kennara í Lágafellsskóla og allir krakkarnir fá að vera heima. Það þýðir að drengirnir fá að sofa út og taka það rólega. Eftir nokkrar samningaviðræður samþykktu foreldrarnir að drengirnir fengju að leigja DVD-myndir á ótrlúlega góðu tilboði. Í kvöld höfðu þeir svo kósí-kvöld og horfðu á myndirnar.
Mynd dagsins er tekin nú í kvöld á kósíkvöldi sonanna, Ágústar Loga og Magnúsar Árna. Þarna liggja þeir undir sæng og horfa á DVD - og búnir að fá pínu nammi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2009 | 22:47
Konan með borvélina :-)
Mánudagur 28. september 2009
Í blíðunni í dag vorum við Inga í ýmsum útistörfum tengdum húsinu og garðinum en hitt og þetta þurfti að klára fyrir veturinn. Það sem er nú líklega skemmtilegast við daginn er að rifja upp hvað frúin er öflug á borvélinni okkar. Hún tekur rispur á henni ekki síður en ég. Meðan ég klifraði upp í stigum við að mála var hún að hamast við að laga hliðin á pallinum okkar þar sem borvélin lék lykilhlutverk.
Mynd dagsins í dag er að borvélinni okkar góðu Bara gaman
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2009 | 22:56
Bollur í Borgarnesi
Sunnudagur 27. september 2009
Um kaffileytið í dag lögðum við fjölskyldan af stað heim úr Grundarfjarðarferð okkar sem var alveg mjög skemmtileg (sjá færslu gærdagsins). Á leiðinni var stoppað í Borgarnesi hjá tengdaforeldrum mínum sem þangað eru nýfluttir (sjá færslu 13. september). Þar var okkur boðið í fínasta sunnudagskaffi þar sem glóðvolgar, nýbakaðar heimabakaðar bollur ásamt kryddbrauði voru á boðstólnum.
Mynd dagsins er tekin í Borgarnesi í dag í ljúffengu sunnudagskaffi. Þarna eru Inga og strákarnir ásamt Önnu tengdamömmu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2009 | 22:42
Halló Grundarfjörður
Laugardagur 26. september 2009
Í morgun fórum við fjölskyldan í heimsókn á Grundarfjörð en þar býr vinafólk okkar, Pétur og Eva ásamt börnum sínum. Með í för voru líka vinir okkar, Sævar og Hafdís, ásamt sínum börnum. Við áttum mjög góðan dag á Grundarfirði. Það var reyndar alveg ömurlegt veður þannig að við vorum nánast bara innivið. Engu að síður mjög skemmtilegur dagur og kvöld
Mynd dagsins er tekin á Grundarfirði í dag. Þarna erum við öll að spila bingó en það var auðvitað mikið fjör og mikil spenna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2009 | 00:56
Líkkista frá árinu 1211
Föstudagur 25. september 2009
Í nótt gisti ég á hinum sögufræga stað Skálholti, sem var valinn sem fundarstaður fyrir fund sem ég þurfti að sækja í tengslum við vinnu mína (sjá færslu gærdagsins). Það er nú varla hægt að koma í Skálholt án þess að velta sér amk aðeins upp úr allri sögunni sem staðnum tengist. Við fórum að sjálfsögðu í skoðunarferð um staðinn enda miklar og merkilegar minjar og munir þarna að sjá og ýmsar fróðlegar og skemmtilegar sögur sem okkur voru sagðar. Af öllu því sem við skoðuðum vakti nú mesta athygli mína steinkista sem Páll Jónsson biskup var jarðaður í en hann lést nokkru áður en play-station tölvurnar komu á markað eða árið 1211! Það er nú ekki á hvejum degi sem maður sér svo gamlan grip, hvað þá eitthvað úr Íslandssögunni. Kistan fannst við uppgröft í Skálholtskirkjugarði í ágúst 1954. Að sjálfsögðu er svo til saga af því að þegar átti að opna kistuna nokkrum dögum síðar, að viðstöddu fjölmenni. Þá gerði skyndilega svo brjálað veður að mannskapurinn varð flýja inn og nokkrir ofurhugar opnuðu svo kistuna einherjum vikum síðar. Fundinum mínum í Skálholti lauk svo um hádegisbilið og þá var brunað beint í vinnuna þar sem maður var fram eftir degi.
Mynd dagsins er af hinni stórmerkilegu líkkistu Páls biskups í Skálholti, sem lést árið 1211. Alveg magnað fyrirbæri!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)