Gantast við Goðafoss

Miðvikudagur 5. ágúst 2009

Í dag lá leið okkar frá Siglufirði yfir á Mývatn. Við fórum yfir Lágheiði og lituðumst um á Ólafsfirði. Á Akureyri bættist Rúnar Ingi frændi í hópinn (systursonur Ingu), en annars stoppuðum við ekkert þar að þessu sinni. Við vorum kominn á Mývatn undir kvöld þar sem við grilluðum og höfðum það huggulegt hjá ferðaþjónustuinni Bjargi við Reynihlíð.

 

Goðafoss

Mynd dagsins er af Magnúsi Árna, Ágústi Loga og Rúnari Inga við Goðafoss. Eins og sjá má á myndinni var mikið fjör hjá frændunum í ferðinni Smile


Siglufjörður City

Þriðjudagur 4. ágúst 2009

Í dag héldum við fjölskyldan í ferðalag norður í land en þar ætlum við að vera næstu daga. Staðarval í ferðalaginni réðist aðallega af veðurspá en hér sunnan- og vestanlands á að vera rigning. Eftir hádegið keyrðum við í rólegheitum alveg á Siglufjörð en þar höfum vð lítið verið. Inga hefur t.d. aldrei komið þarna áður nema sem barn. Ég hef reynda komið þarna nokkrum sinnum. Siglufjörður er fallegur bær og sem þó var greinilega á hátindi sínum rétt um miðja síðustu öld þegar síldinarævintýrið var í algleymi. Á Siglufirði er eitt flottasta safn landsins, Síldarminjasafnið, sem er algert "must" fyrir alla Íslendinga að skoða amk einu sinni. Sérstaklega er magnað að að sjá myndir frá hátindi síldarævintýrisins þegar hundruðir skipa lágu við bryggju og bærinn mynnti helst á stórborg í Útlöndum.

 

siglufjörður

Mynd dagsins er af Siglufirði. Við keyrðum gömlu leiðina um Siglufjarðarskarð og Inga tók þessa mynd þar uppi. Það var flott að sjá hvernig þykk ský söfnuðust kringum fjallatoppana í firðinum en í miðjunni þar sem bærinn er skein sólin skært.

 


Ljúfengt lambafilé

Mánudagur 3. ágúst 2009

Í dag komum við fjölskyldan heim úr Verslunarmannahelgartúrnum sem að þessu sinni var fjölskylduhátíðin "Unnarholtskot 2009". Þar býr Kristín Erla mágkona ásamt fjölskyldu og voru Inga og allar systurnar mættar í heimsókn ásamt fjölskyldum (sjá bloggfærslur síðustu daga). Við skelltum okkur beint í sund við heimkomuna og seinni parturinn fór í að undirbúa matarboð sem við héldum nú í kvöld fyrir móðursystur mína, Siggu og hennar mann, Steen. Þau búa í Danmörku en eru nú í heimsókn á Íslandi. Þau hafa gegnum tíðina tekið konunglega á móti manni þegar maður hefur verið staddur í Danmörku, þannig að það er bara gaman að fá þau í heimsókn hingað í Mosó og reyna að gera eitthvað fyrir þau. Venjulegast reynum vð að grilla fisk saman þegar þau koma í mat en þar sem hann er ekki auðfundinn á frídegi verslunarmanna, var ráðist í ljúfengan og þjóðlegan kost; lambafilé. Maturinn heppnaðist frábærlega hjá Ingu og kvöldið skemmtilegt!

IMG_5236[1]

Mynd dagins er af kvöldverðarborðinu nú í kvöld þar sem við snæddum ljúfengt lambafílé. Frá vinstri: Steen, Sigga, Magnús Árni, mamma, pabbi, Inga og Ágúst Logi.


Gobbiddígobb...

Sunnudagur 2. ágúst 2009

Eins og í gær, erum við fjölskyldan stödd í Unnarholtskoti við Flúðir í dag. Sumir voru lengur á fætur en aðrir.  Sólin skein skært og við Magnús Árni tókum okkur góðan tíma í að klappa fimm litlum hvolpum sem nýlega komu í heiminn í kotinu. Um hádegisbil lögðu flestir í göngutúr á Miðfell sem er fjall við Flúðir. Það er stutt og skemmtileg ganga. Nú er búið að merkja hringveg eftir fjallinu en á því miðju er stöðuvatn, þokkalega stórt. Þar vörðum við dágóðum tíma í að vaða og bursla áður en undirritaður og húsfreyjan í Unnarholtskoti, Kristín Erla, tókum af skarið og fengum okkur góðan sundsprett í vatninu. Um kaffileitið bætust Ingimar og Anna, tengdaforeldrar mínir í fjöskyluhópinn í Unnarholtskoti. Þá var haldið í golfskálann við Flúðir, Kaffi-Sel, þar sem við sporðrenndum pizzum í gríð og erg. Undir kvöld fórum við karlanir í fjölskyldunni í frábæran reiðtúr um nágrennið en yngri kynslóðin hafði gert það fyrr um daginn.

IMG_5234[1]

Mynd dagins er af okkur Styrmi svila mínum (og húsbónda í Unnarholtskoti) nú í kvöld á leiðinni í reiðtúr. Styrmir hefur verið sveittur síðustu vikur að klára nýtt hesthús sem verið er að taka í notkun þessa dagana. Veðrið var frábært í allan dag en reiðtúrinn í kvöld var nú samt hápunktur dagins fyrir mig, ótrúlega gaman Smile


Tekið á því í traktoratorfæru

Laugardagur 1. ágúst 2009

Hátíðin mikla, "Unnarholtskot 2009", hélt áfram í dag en við fjölskyldan erum stödd þar um helgina ásamt systrum Ingu og fjölskyldum þeirra. Eftir morgunverð fóru sumir í jóga en aðrir í útileiki. Eftir pylsugrill var haldið á Flúðir þar sem við fylgdumst með heimsmeistaramóti í traktoratorfæru ásamt tæplega 3000 öðrum. Þar fóru hver keppandinn á fætur öðrum á glæsilegum traktorum gegnum nær ófæra torfærubraut. Ótrúlegt hvað traktorar komast en auðvitað var skemmtilegast þegar traktorarnir fóru nánast á bólakaf í brautinni. Þegar til baka var komið sló fjölskyldan upp risagrillveislu. Eftir kvöldmatinn fóru svo margir í hópnum á alveg magnaða tónleika hljómsveitarinnar "Ljótu hálvitarnir". Þó ég hafi varla heyrt eitt lag með þessari hljómsveit fyrir tónleikanna voru þeir stórkosleg skemmtun fyrir alla viðstadda og mátti ekki á milli sjá hvort Magnús Árni (6 ára) eða Kristinn Þór (8 ára) skemmtu sér betur en þeir fullorðnu, þó þeir hafi verið í miklum meirihluta í félagsheimilinu á Flúðum nú í kvöld. Alveg ótrúlega gaman og sannarlega hægt að mæla með þessum ljótu en skemmtilegu hálfvitum sem frábærri skemmtun.

 

IMG_3063[1]

Þar sem engin myndavél var tekin með á tónleika Ljótu hálvitanna, valdi ég mynd frá torfærukeppninni í dag sem mynd dagsins. Þar sést einn keppandinn taka á því í brautinni og vonandi skilar myndin stemningunni sem ríkti í blíðunni í dag. Alveg frábær dagur í góðum hópi Wink


Fjölskylduhátíð á Flúðum!

Föstudagur 31. júlí 2009

Nú undir kvöld skelltum við fjölskyldan okkur á Flúðir. Nánar tiltekið í Unnarholtskot, rétt utan við Flúðir, en þar býr Kristín Erla systir Ingu ásamt fjölskyldu. Ætlunin er halda þar meiri háttar fjölskylduhátíð um helgina en allar systur Ingu (þær eru alls fjórar systurnar) ætla að hittast þar með börnum og buru. Það verður án efa líf í tuskunum alla helgina.

IMG_3119[1]

Mynd dagsins er að systurunum fjórum ásamt fjölskyldumeðlimum við kvöldverðarborðið. Gaman var að allir voru mættir í helgarfjörið SmileCoolSmile


Litið við í Laugavatnshellum

Fimmtudagur 30. júlí 2009

Um kaffileitið í dag var haldið af stað í Mosfellsbæinnn úr sumarbústað fjölskyldunnar sem við höfum dvalist í síðan á þriðjudag. Á leiðinni var komið við í Laugarvatnshellum, sem staðsettir eru á Lyngdalsheiðarleiðinni, milli Þingvalla og Laugavatns. Þetta eru stórmerkir hellar sem hafa verið gerið af mannahöndum, smá saman gegnum tíðina. Á fyrri hluta síðustu aldar var búið í hellunum og segir sagan að þarna hafi ekkert verið síðra að búa en í torfbæjum, enda voru smíðaðir veggir, hurðir og gluggar upp í opið ásamt því að smíða tréverk innandyra eins og hefðundið var bæjum þessa tíma. Þarna er gaman að stoppa enda eru hellarnir stutt frá veginum.

IMG_5217[1]

Mynd dagsins er af mér framan við Laugarvatnshellana. Brakandi blíða var í dag og gaman að kíkja aðeins á hellana. Þarna var margt um manninn enda hávertíð ferðalaga þessa daganna.

 


Hvað er í pottinum?

Miðvikudagur 29. júlí 2009

Í dag dvöldum við fjöskyldan áfram í blíðunni í sumarhúsi fjölskyldunnar í Úthlíð í Biskupstungum. Fyrir utan er heitur pottur sem er gríðarlega vinsæll, sérstaklega meðal yngri kynslóðarinnar.

IMG_5158[1]

Þó við höfum brallað ýmislegt í dag valdi ég mynd úr "pottinum" sem mynd dagsins en þar er jafnan mikið fjör, eins og gefur að skilja Smile. Á myndinni eru frá vinstri Ágúst Logi, Kristinn Þór (systursonur Ingu, ég og Þorsteinn Ingi (systursonur Ingu) og Magnús Árni.


Af stað í sumarbústað

Þriðjudagur 28. júlí 2009

Í blíðunni í dag drifum við okkur fjölskyldan (ásamt fósturdrengjunum tveimur) í sumarbústað fjölskyldunnar sem er staðsettur í Úthlíð í Biskupstungum. Bústaðurinn er þar á besta stað og er ætlunin að við fjölskyldan verðum þar fram á fimmtudag. Alltaf mjög gaman að fara í sumarbústað!

 

IMG_5203[1]

Mynd dagsins er af sumarbústaðnum góða en ég hef ekki áður sýnt mynd af honum hér á síðunni. Bústaðnum fylgja reyndar þrjú minni hýsi; gestahús, potthús og geymslu-/eldhús. Þau sjást nú lítið á þessari mynd en þetta er mikill sælureytur. Af svölunum sem sjást á þessari mynd er útsýni beint yfir á Heklu.


Skemmtilegt ættarmót

Mánudagur 27. júlí 2009

Um kaffileitið í dag fór ég ásamt sonunum á lítið ættarmót sem ákveðið var að halda í föðurættinni hennar mömmu. Inga komst ekki með okkur þar sem hún er búin að liggja meira og minna í flensu síðustu daga. Á ættarmótinu í dag hittust afkomendur systkynanna Péturs Ágústar (móðurafa míns) og Sigríðar Árnabarna. Pétur afi átti 2 dætur og Sigríður 2 syni og eina dóttur. Þetta var vaskur hópur sem hittist í Garðabænum, heima hjá Herdísi, einu barnabarni Sigríðar. Hópurinn var svo sem ekki nema um 50 manns með mökum og börnum og flest þekkjumst við. Við áttum saman mjög góða stund og þetta var mjög skemmtilegt. Sérstaklega var nú mikilvægt að "uppfæra" barnalista hjá hverjum og einum enda stækka þessi börn ótrúlega hratt.

IMG_5155[1]

Mynd dagsins er af þátttakendum á ættarmótinum. Auðvitað komust ekki alllir og nokkrir voru farnir þegar hægt var að smala fólki saman fyrir myndartökur. Einnig gekk erfiðlega að hafa börnin öll saman og fá þeirra eru á myndinni. En ótrúlega fallegt fólk Smile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband