Að þekja þakkantinn

Laugardagur 15. ágúst 2009

Það er heilmikið maus að eiga hús og garð. Það er sífellt nóg af verkefnum og alltaf virðist vera nóg eftir. Í dag tókum við Inga okkur til og byrjuð að mála þakkantinn á húsinu. Við þurftum reynda að hætt undir kvöldmat þegar byrjaði aðeins að rigna. Við vonumst nú til að geta klárað þetta á morgun ef vel viðrar. Þá eigum við reyndar eftir alla glugga og hurðir en það verðu hægt að kroppa í eftir þörfum fram á haust. Við tókum það svo bara rólega í kvöld.

IMG_5493[1]

Mynd dagsins er af mér við málningarstörfin. Fljótlega fékk ég tvær brúnar skellur á andlitið og Ingu fannst tilvalið að smella af mynd sem sýnir þær, þó etv sé erfitt sé að greina þær nema stækka myndina Wink


Þriggja stafa múrnum sagt stríð á hendur

Föstudagur 14. ágúst 2009

Jæja, þá er komið að því. Næstu þrjá mánuði ætlar kallinn í þyngdartapsátak. Ég hef lengi verið að gaufast rétt yfir 100 kg múrnum og sama hvað maður reynir, ekkert hefur gengið að komast undir hann. Það er þó rétt að taka fram að ég hef ekkert gert neitt mjög markvissar tilraunir til þess. Ég hef samt alltaf verið mjög duglegur að hreyfa mig þannig að hreyfingarleysið er alls ekki vandamálið. Hins vegar er það mataræðið sem verður nú skerpt til muna næstu 3 mánuðina. Mín ástkæra Inga ætlar að sjá um að stjórna þessum málum, endar tengist þygdarstjórnin heilmikið hennar starfi á Reykjalundi. Hún er komin með formúlur sem reikna út kaloríurnar í helstu matvælum og ætlunin verður að ég haldi matardagbók á tímabilinu. Markmiðið er að í lok tímabilsins verði ég 95-98 kg og fari síðan í framtíðinni alls ekki yfir þriggja stafa múrinn. Þetta er því alls um 8-10 kg sem maður þarf að lækka sig um á tímabilinu. Hljómar ekkert sérstaklega mikið og nú þarf bara að klára málið Cool

vigt

Mynd dagsins er af vigtinni góðu. Formlega hefst baráttan á mánudaginn þannig að maður hefur helgina í "aðlögun".


Bleikar rósir

Fimmtudagur 13. ágúst 2009

Við erum með nokkrar rósir í garðinum okkar. Með hverju árinu verða þær stærri og glæsilegri, og æ fleiri springa út. Nú eru hávertíð hjá rósunum þannig að rósarunnarnir eru í miklum blóma þessa dagana. Þetta eru nokkrar tegundir en nöfnin þekki ég nú ekki. Mynd dagins gefur sýnishorn af rósunum í garðinum - og auðvitað er engin rós án þyrna Smile

IMG_3381[1]
 

Landsleikur á Laugardalsvelli

Miðvikudagur 12. ágúst 2009

Mamma og pabbi komu í kvöldmat til okkar auk Guðrúnar mágkonu. Ákveðið var að grilla fisk; keilu og steinbít - alveg dúndurgott. Á eftir fór ég á Laugardalsvöll ásamt pabba og sonunum tveimur, Ágústi Loga og Magnúsi Árna. Tilgangurinn var að sjá knattspyrnulansleik Íslands og Slóvakíu sem þar fór fram. Leikurinn fór fram í fínasta veðri og var hin ágætasta skemmtun þó ég geti fúslega viðurkenntað ég hafi horft á skemmtilegri knattspyrnuleiki. Leikurinn endaði 1-1.

IMG_5331[1]

Mynd dagsins er af Magnúsi Árna, Ágústi Loga og pabba í stúkunni á Laugardalsvelli, á landsleik Íslands og Slóvakíu nú í kvöld.


Skokkað í Skammadal

Þriðjudagur 11. ágúst 2009

Í kvöld brá ég mér út að hlaupa. Þar sem ég hef ekkert verið of duglegur að hreyfa mig undanfarið ákvað ég að taka vel á því í þetta skiptið. Fyrir valinu var skemmtileg hlaupaleið, um 15 km, sem ég fer einstaka sinnum en þá hleyp ég um Mosfellsbæ og gegnum Skammadal. Þetta er fallegur, lítill dalur sem liggur úr Mosfellsdal, á bakvið fjallið Helgafell og afmarkast af fjallinu Reykjaborg á hina hliðina. Skammidalur einkennist af fjölda lítilla sumarhúsa sem þar standa, en sjálsagt hefur þessi dalur hýst sumarhýsi fyrir höfuðborgarbúa í áratugi.

IMG_5337[1]

Mynd dagsins er úr Skammadal þar sem ég skokkaði (og brenndi kaloríum) nú í kvöld Smile  Myndir sýnir sýnishorn af þessum fjölmörgu, litlu sumarhúsum sem þar er að finna.


Magnús fær nýtt rúm

Mánudagur 10. ágúst 2009

Nú í kvöld höfum við Inga verið sveitt að skrúfa saman nýtt rúm fyrir Magnús Árna. Gamla rúmið var orðið asni lítið enda kappinn orðinn 6 ára. Í verslunarferð gærdagsins var því splæst í nýtt rúm sem Magnús valdi sjálfur, reyndar með dyggri aðstoð okkar foreldrana.

IMG_5329[1]

Mynd dagsins sýnir Magnús Árna í nýja rúminu sem hann er gríðarlega ánægður með. Í leiðinni erum við aðeins að gera breytingar á skipulagi herbergisins, þannig að herbergið er ansi tómlegt eins og er.  


Planið planað

Sunnudagur 9. ágúst 2009

Verslunarferð var á dagskrá fjölskyldunnar í dag. Við það var líka staðið því upp úr hádeginu var ég dreginn af stað í verslunarferð í hinar ýmsustu búðir. Við vorum komin heim rétt fyrir kvöldmat og merkilegt hvað ég entist við þetta. Ég þarf þó ekki að kvarta, ekki mjög oft sem ég þarf að skrölta í búðirSmile

IMG_5324[1]

Í kvöld fórum við Inga í bíltúr að skoða innkeyrslur í Mosfellsbænum. Nú erum við nánast ákveðin í að láta helluleggja innkeyrsluna hjá okkur á næstu vikum en planið okkar er ennþá ófullgert. Það þarf hins vegar að spá og spuglera mikið áður en farið er af stað - plana planið vel. Mynd dagsins er af innkeyrslunni eins og hún er í dag. Vonandi get ég sýnt mynd af tilbúinni hellulagðri innkeyrslu  eftir nokkrar vikur.


11 ára brúðkaupsafmæli!

Laugardagurinn 8. ágúst 2009

Já! Í dag eigum við Inga 11 ára brúðkaupsafmæli!!! Svona líður tíminn hratt. Við fjölskyldan tókum nú daginn frekar rólega eftir ferðalög síðustu daga, en undir kvöld fórum við öll út að borða í tilefni dagsins. Fyrir valinu varð veitingastaðurinn Ítalía á Laugaveginum sem, þrátt fyrir háan aldur, er alltaf jafnvinsæll - góður!!

IMG_5319

Mynd dagins tók einn af þjónunum á veitingastaðnum Ítalíu, af okkur fjölskyldunni, nú í kvöld. Við áttum þarna fína kvöldstund á brúðkaupsafmælinu Cool


Stóragjá og stórmeistarajafntefli

Föstudagur 7. ágúst 2009

Í morgun var pakkað saman eftir ferðalag vikunnar og haldið heim á leið í Mosó. Dagurinn fór að mestu leiti í akstur. Strákarnir voru nokkuð þreyttir og eftir að frændanum hafði verið skilað á Akureyri sváfu þeir að mestu leyti alla leiðina. Undir kvöld skellti ég mér á mjög spennandi knattspyrnuleik hjá Aftureldingu og ÍA sem endaði með stórmeistarajafntefli 1-1. Á eftir hittumst við nokkrir félagar, gilluðum saman, fórum í pottinn og áttum saman góða stund.

IMG_5279

Mynd dagins er tekin ofaní Stórugjá í Mývatnssveitinni og sýnir Ágúst Loga og Ingu. Það er mjög skemmtilegt fyrir fjölskylduna að kíkja aðeins í þessa gjá sem er alveg rétt við Þjóðveg 1. Gjáin getur þó verið varasöm en þar er líka að finna leyndan (?) baðstað með heitu vatni sem við þurfum að prófa við tækifæri Smile 


Við Mývatn

Fimmtudagur 6. ágúst 2009

Ferð okkar á Norðurlandi hélt áfram í dag. Í gær komum víð á Mývatn en þar er nú aldeilis hægt að dveljast í marga daga við að skoða náttúruna og njóta. Rétt fyrir hádegið voru allir tilbúnir og þá fórum við upp að Kröfluvirkjun og kíktum á Víti. Jafnframt gengum við stóran hring á Leirhnjúkssvæðinu en þar ægir saman litadýrð náttúrunnar í öllu sínu veldi. Þarna var gríðarlega mikið af ferðamönnum og þeir erlendu í algerum meirihluta þannig að tilfinningin er eins og maður sé staddur erlendis. Eftir Leirhnjúksgöngu fórum við yfir í Dimmuborgir þar sem við áttum góða stund við að kíkja ofan í gjótur og skoða hella. Dimmuborgir eru orðnar það fjölfarinn staður að breiðir göngustígar liggja um aðalleiðir og ekki má fara út af þeim. Undantekningin er þó "krákustígur" sem liggur um hluta svæðisins og hann ætti fólk að fara til að upplifa alvöru Dimmuborgastemmingu. Fyrir kvöldmatinn skelltum við okkur svo í Bláa Lón þeirra Norðanmanna, Jarðböðin við Mývatn, áður en lambasteikur voru grillaðar ofan í liðið.

Leirhnjúkur

Mynd dagsins er tekin í hrauninu við Leirhnjúk í dag. Það eru skemmtilegar gönguleiðir um hraunið sem enn rýkur úr enda var áralöng jarðskjálfta og eldvirkni á svæðinu sem lauk um 1984. Á myndinni er Inga að hjálpa Magnúsi Árna yfir djúpa sprungu Smile 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband