Guðdómlegt góðgæti!

Fimmtudagurinn 28. ágúst 2014

Eftir nokkra vikna nammibindindi er ég nú byrjaður í sælgætinu aftur. Held ég sé þó ekki kominn nærri nálægt því daglega magni sem ég var í áður en ég hóf bindindið. Vonandi næg ég að hófstilla mig vel í þessu þrátt fyrir að vera ekki alveg til í að gefa allt sælgæti frá mér til langtíma, sérstaklega ekki súkkulaði.

Í dag áskotnaðist mér ein pakkning af uppáhalds sælgætinu mínu en það eru rauðar Lindt-kúlur. Ég var hreint alveg búinn að gleyma hvað þetta er alveg svakalega gott. Enda verður að viðurkennast að eftir að ég var búinn að stinga upp í mig fyrstu kúlunni var ekki aftur snúið og margar lágu hratt og vel í valnum þegar kvöldinu var lokið.

Lindt-kúlur eru framleiddar af samnefndu svissnesku súkkulaðifyrirtæki sem stofnað var 1845. Það framleiðir ýmsar súkkulaði tengundir sem fáanlegar eru hér á landi. Rauðu kúlurnar eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér og verð ég nú bara að viðurkenna að hin síðari ár hef ég nú bara ekki fundið neitt jafngott. Fyrst keypti ég þetta alltaf í fríhöfninni en fyrir nokkru var þetta komið í sölu í helstu stórmörkuðum. Það skal hins vegar upplýst að rauðu kúlurnar bera af að mínu mati en í þeim er alveg dásamlega guðdómleg fylling. Svo eru til bláar kúlur úr dökku súkkulaði og nokkrir aðrir litir en það eru semsagt þessar rauðu sem bera höfuð og herðar yfir hinar.

Lindt 

Mynd dagsins er að rauðum Lindt súkkulaði kúlum sem ég rifjaði upp kynnin af í dag. Hrieint guðdómlegt góðgæti sem ég held að verði bara ekki toppað Cool 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband