Magnús meiðir sig!

Föstudagurinn 29. ágúst 2014

Í dag og morgun er bæjarhátíðin í Mosfellsbæ, "Í túninu heima" í fullum gangi. Spennandi dagskrá í boði en einnig stendur mikið til í götunni okkar. Síðasta haust fluttum við fjölskyldan milli hverfa hér í Mosó og því erum við flutt úr "gula hverfinu" yfir í "bleika hverfið". 

Inga tók að sér að skreyta húsið í tilheyrandi litum í dag. Hún var rétt byrjuð þegar símtal barst frá skólanum um að Magnús Árni hefði aðeins slasast í fótbolta í frímínútum. Eftir að hafa sótt piltinn var ákveðið að heimsækja slysó og þá kom í ljós að brot var í beini á hægri hendi. Magnús var því gifsaður. Hann var pínu svekktur að ekki var til bleikt gifs (í stíl við hverfislitinn á bæjarhátíðinni) en úr var að hann valdi rautt gifs í staðinn. Þar sem Magnús var nokkuð slappur eftir þetta alltsaman var pöntuð pizza og fjölskyldan tók kvöldið rólega heima í stað þess að skunda í Ullarpartý bæjarhátíðarinnar eins og stefnt hafði verið að. 

 Magnús brotinn

Mynd dagsins er "selfie" sem Magnús Árni tók af sér með gifsið á hendinni eftir ferð á slysó í dag. Hann var í fótbolta og datt illa en vonandi verður hann bara fljótur að ná sér! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Batakveðja til Magnúsar Árna frá okkur hér í Reynigrundinni. Ástrós hefur tvisvar handleggsbrotnað en ég vona innilega að við munum EKKI getað sagt allt er þegar þrennt er. Annars er allt fínt að frétta af okkur. Biðjum að heilsa.

Bestu kveðjur

Sigrún

Sigrún Þ (IP-tala skráð) 3.9.2014 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband