Ísland sigrar Spán!

Þriðjudagurinn 19. ágúst 2014

Undanfarna daga höfum við verið með tvo skemmtilega gesti á heimilinu. Það eru annars vegar Guðrún, systir Ingu sem býr í Þýskalandi, og hins vegar spænskur vinur hennar sem heitir Severo. Severo hefur dvalið á Íslandi í rúma viku og er hér á landi í fyrsta skipti.

Severo kvaddi okkur í dag og hélt til síns heima í aðeins meiri hita en við gátum boðið honum upp á í Íslandsferðinni (hann er frá Alicante) Cool Hann er þrátt fyrir það hinn ánægðasti með land og þjóð og segist aldrei verða "samur" eftir að hafa verið út í íslensku náttúrunni.

Severo er mikill borðtenniskappi og var auðvitað settur í að spila borðtennis við ýmsa fjölskyldumeðlimi meðan á dvöl hans stóð. Hann kenndi Magnús Árna ýmsa snúninga og trix sem ekki hafa sést hér í húsinu áður. Líklega fyrir kurteisis sakir leyfði hann borðtennismeistara heimilisins, Ingu, að vinna sig í óopinberum landsleik í borðtennis milli Íslands og Spánar. 

DSC01816

Mynd dagins er tekin í óopinberum borðtennislandsleik Íslands og Spánar sem fram fór í dag. Þarna eru Inga (Ísland) og Severo (Spánn) á fullu að keppa en Guðrún systir Ingu og Magnús Árni fylgjast kampakát með - og auðvitað vann Ísland (minnir okkur) Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband