Menningarnótt og maraþon!

Laugardagurinn 23. ágúst 2014

Þá er það stóri dagurinn, menningarnótt í höfðuborginni! Það var nóg að gera hjá okkur í fjölskyldunni í dag, fyrir utan að vera með nokkra góð gesti í næsturgistingu um helgina.

Við Inga vorum vökuð upp úr 6:30 til að byrja borða, en markmið dagsins hjá okkur var að klára 21,1 km hlaup (hálf-maraþon) í Reykjavíkurmaraþoninu sem hófst kl 8:40. Hlaupaveðrið var frábært og bæði kláruðum við hlaupið með stæl og náðum við okkar tímamarkmiðum. Systur Ingu, þær Guðrún og Jóna, hlupu báðar 10 km og Magnús Árni tók þátt í 3 km hlaupinu.

Eftir að hafa baðað okkur vel og rækilega eftir hlaupin var farið í bæinn og þar áttum við góðan tíma langt fram á kvöld, þó aðaltíminn hafi farið í að rölta um, sýna sig og sjá aðra.

 DSC01838

Mynd dagins er af okkur Ingu þar sem við erum komin í mark eftir flott og skemmtilegt hálf-maraþon. Svo fylgja aukamyndir af Magnús Árna sem komin er í mark í sínu hlaupi, Svandísi og Magnúsi að fá sér svaladrykk á Laugaveginum og loks systrum Guðrúnu, Ingu og Jónu í Hljómskálagarðinum. Mjög skemmtilegur dagur og kvöld Grin 

DSC01852 DSC01868DSC01889


Tumi smíðar hús!

Föstudagurinn 22. ágúst 2014

Það er ótrúlega gaman að sjá hvað ótrúlegustu bókamenntaverk geta orðið klassík. Þegar ég var pínulítill gaf bókaútgáfan Iðunn út nokkrar stuttar og einfaldar barnabækur eftir sænska rithöfundinn Gunillu Wolde. Þessar bækur voru mjög vinsælar hjá allra yngstu kynslóðinni en þar voru helstu hetjurnar Tumi og Emma sem voru að gera eitthvað skemmtilegt í hverri bók.

Þessar bækur eru alls ekki dauðar úr öllum æðum því hér á heimilinu hafa þessar gömlu bækur verið í miklum metum hjá heimasætunni, Svandísi Erlu, en Svandís er svo heppinn að báðir foreldrarnir komu með nokkrar af þessum bókum í heimanmund. Ég man að "Tumi smíðar hús" og "Tumi fer til læknis" voru í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Emma er þó vinsælust hjá Svandísi og eru bækurnar "Emma fer í leikskóla" og "Emma og litli bróðir" langmest lesnar.

emma

Mynd dagsins er af Svandís Erlu með uppáldsbækurnar sínar um þessar mundir - sem eru bækurnar um Tuma og Emmu eftir sænska rithöfundin Gunillu Wolde. Þessar bækur voru vinsælar fyrir um 40 árum og virðast ennþá halda sínum sjarma -eru því orðnar klassík Smile


Bloggfærslur 24. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband