3.1.2010 | 20:48
Dagur ljósmyndaranna
Laugardagur 2. janúar 2010
Dagurinn í dag hlýtur að vera dagur ljósmyndara. Þvílík veðurblíða og fegurð í náttúrunni! Við fjölskyldan höfðum fyrir löngu ákveðið að dagurinn í dag yrði "kósí"-dagur hjá fjölskyldunni þar sem ekkert hafði verið sett á dagskrá. Eftir rólegan morgun skelltum við okkur í gönguferð eftir hádegið. Við fórum um nágrennið en mestum tíma vörðum við þó í Leirvoginum sem er hér rétt fyrir neðan húsið okkar. Við eigum mjög flotta myndavél sem við notum allt of sjáldan. Hún var með í för og á leiðinni spreytti Inga sig á alls konar stillingum og uppstillingum enda ekki annað hægt en að draga fram vélarnar, fyrir þá sem áhuga hafa á ljósmyndun. Í sumar fjallaði ég hér um Leirvoginn en það sem er mjög gaman við voginn er að mjög mikill munur er á flóði og fjöru. Sögur segja að í gamla daga hafi skip jafnan siglt langt inn í voginn á flóði en á fjöru var og er ennþá nánast hægt að ganga yfir voginn þveran og endilegan. Í dag var fjara og þó við værum bara á gönguskóm gátum við farið víða um voginn.
Mynd dagsins er tekin í gönguferð fjölskyldunnar í dag í alveg ekta póstkorta og dagatalsveðri, en vil ég nú kalla daginn dag ljósmyndaranna. Inga tók þessa mynd af okkur Magnúsi Árna (erum fyrir miðri mynd) í Leirvoginum í dag á háfjöru með Esjuna í baksýn - Inga er nú bara nokkuð efnilegur ljósmyndari
Athugasemdir
Þetta er fínasta mynd hjá Ingu. Ég verð að viðurkenna það að ég hef aldrei komið á þetta svæði þ.e. Leirvoginn svo ég á greinilega mikið eftir .
Bestu kveðjur
SÞ
Sigrún Þorbergsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.