Flugeldakaup!

Miðvikudagur 30. desember 2009

Þó ég hafi þurft að vinna langt fram á kvöld nú í dag þá gafst samt tími til að sinna mikilvægu erindi nú fyrir áramótin - að kaupa flugelda. Við feðgar fórum á stúfana og heimsóttum Björunarsveitina Kyndil hér í Mosfellsbænum þar sem úrvalið að slíkum gersemum virðist vera óendanlegt. Ég tel mig bara hafa sloppið nokkuð vel út aftur, amk var alveg hægt að bera afrakstur ferðarinnar í einni ferð út í bíl. Þó húsfreyjunni Ingu, finnist flugeldarnir nánast vera óþarfi á áramótum get ég nú sjálfur ekki hugsað mér áramótin nema sprengja gamla árið hressilega upp. Um kvöldið fóru svo synirnir ásamt frændsystkinum sínum á söngleikinn "Óliver" sem var jólgjöfin frá Guðrúnu frænku.

flugeldar

Mynd dagins er tekin í dag við flugeldakaup okkar feðganna. Þarna er Magnús Árni í söluskúr björgunarsveitarinnar Kyndils sem vonandi fær gott rekstrarfé út úr flugeldasölu þessa árs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband