Frábær "Fjölskylda"!!!

Þriðjudagur 29. desember 2009

Í kvöld fórum við Inga í Borgarleikhúsið og sáum sýninguna "Fjölskyldan". Við vorum í för með systrum Ingu, þeim Guðrúnu og Jónu ásamt 8 öðrum. Sýningin, sem er í lengri kantinum, hófst klukkan sjö og inniheldur tvö hlé. Þessi tímalengd er þó alls ekki að trufla þessa mögnuðu sýningu. Á heimasíðu Borgarleikhússins er söguþræðinum lýst eftirfarandi: "Ættfaðirinn hverfur sporlaust og fjölskyldan safnast saman á óðalinu. Smám saman tekur hvarfið á sig skýrari mynd en um leið leita gömul leyndarmál og heitar ástríður upp á yfirborðið. Fjölskyldumeðlimir hafa hver sinn djöful að draga og við svo eldfimar aðstæður tekur atburðarásin óvænta stefnu." Ég hef svo sem engu við þessa lýsingu á söguþræðinum að bæta en get alveg staðfest að þessi leiksýning er alveg mögnuð! Þó sjálfsagt eigi að flokka þessa sýningu sem heilmikið "drama" enda eru fjölskyldumeðlimirnir að lenda í mögnuðum og grafalvarlegum hremmingum, þá getur maður mjög víða leyft sér að hlægja dátt að aðstæðum fjölskyldunnar. Fyrir þá sem þola örlítð flóknari leiksýningar en létta farsa er þetta sýning sem svíkur ekki, alveg hreint frábært stykki - fimm stjörnu sýning. Þar sem færsla gærdagsins fjallaði um ferð á kvikmyndina Bjarnferðarson þar sem Bjarnferður sjálf (móðir Georgs) gegnir veigamiklu hlutverki, tók það mig smá tíma að kúpla aðlstjörnu "fjölskyldunnar", nefnilega henni Bjarnfreði í rétt samhengi. Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona, sem leikur hina umtöluðu Bjarnfreði, er nefnilega hér í aðalhlutverki sem ættmóðir fjölskyldunnar og gerir það alveg ótrúlega vel.

fjolskyldan

Mynd dagins er fengin að láni á vef Borgarleikhúsins og sýnir "fjölskylduna" í samnefnduleikrit sem ég sá þar í kvöld. Semsagt - alveg frábær leikhúsferð í kvöld á hið magnaða leikrit "Fjölskyldan" í Borgarleikhúsinu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband