Hr. Bjarnfreðarson

Mánudagur 28. desember 2009

Í kvöld var heilmikil bíóferð á dagskrá og ekki ómerkari mynd en "Bjarnferðarson" sem berja átti augum. Inga fór þá í bíó ásamt systrum sínum Guðrúnu og Jónu. Ég fékk að koma með en einnig voru drifinir í bíó þeir Magnús Árni og Ágúst Logi ásamt Rúnari Inga syni Jónu. Við vorum öll tiltölulega nýbúin að horfa á alla þætti "Fangavaktarinnar" og jafnframt allir í hópnum búnir að horfa á Næturvaktina og Dagvaktina. Að auki leikur Anna Dagbjört, dóttir fjórðu systurinnar, lítið aukahlutverk í myndinni. Öll skemmtum við okkur konunglega á myndinni sem að mínu mati er ágætis lokauppfjör á þáttaröðunum þremur. Átti þó kannski von á að þetta væri eins og langur þáttur að fangavaktinni eða eitthvað slíkt en myndinni er bara hin besta skemmtun fyrir aðdáendur þáttaraðanna þannig að bíóferðin okkar heppnaðist bara mjög vel!

IMG_6694[1]

Mynd dagsins er tekin fyrir utan Bíóhöllina við Álfabakka nú í kvöld þar sem verið er að fara að sjá kvikmyndina Bjarnfreðarson sem var hin fínasta skemmtun. Á myndinni eru:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband