2.1.2010 | 22:47
Jólaboð, jólaboð...
Sunnudagur 27. desember 2009
Eftir hádegið í dag héldum við fjölskyldan á Skagann til mömmu og pabba sem héldu þar í dag sitt árlega jólaboð. Fyrir tæpu 40 árum tókum þau skötuhjú þá merkilegu ákvörðun að flytja upp á Akranes en bæði eru þau uppalinn í Reykjavík. Allar götur síðan hefur það verið "kvöð" (vonandi þó skemmtileg ) á fjölskyldum þeirra beggja að koma amk einu sinni á ári á Skagann, í jólaboð! Þetta jólaboð var sem sagt í dag. Þessi jólaboð er mjög eftirminnileg í minningunni. Oftast voru ættingjarnir að koma með Akraborginni í jólaboðið, stundum var brjálað í sjóinn og allir mættu hálfveikir í jólaboðið og gátu lítið borðað. Eitt árið gerði svo vont veður þegar leið á daginn að allir urðu veðurtepptir á Skaganum. Sjálfsagt var líka fínt veður sum ár. Að minnsta kosti hefur fátt margvert gerst í ferðalögumættingjanna síðan að Hvalfjarðargöngin komu til sögunnar og boðin núorðið ganga eins og í sögu. Við fjölskyldan áttum því fínan dag með ættingjum sem maður hittir auðvitað allt of sjaldan.
Mynd dagins er tekin á Skaganum á heimili mömmu og pabba í dag. Þar fór fram árlegt jólaboð fjölskyldunnar þar sem borgarbúar í fjölskyldunni bregða undir sig betri fætinum og fara í sína árlegu heimsókn á Akranes. Mamma og pabbi standa við veisluborðið en þegar þarna er komið við sögu er búið að bera fram eftirréttina og kaffið að verða klárt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.