2.1.2010 | 22:33
Náttfatadagur fjölskyldunnar
Laugardagur 26. desember 2009
Í dag var sannkallaður náttfatadagur fjölskyldunnar. Það var ekkert jólaboð á dagsrá í dag þannig að við fjölskyldan ákváðum að hafa kærkominn letidag í dag. Byrjuðum á að horfa á íslensku kvikmyndina Jóhannes sem kom upp úr einum jólapakkanum. Fórum varla úr náttfötunum í dag en vorum bara að dúlla okkur við lestur, púsl og fleira. Synirnir gátu þá ekki verið alveg rólegir, þurftu aðeins að fara út að viðra sig með vinum en við Inga vorum nokkuð föst í okkar náttfatadegi. Það er alveg hrikalega gott að eiga svona dag öðru hverju. Við hjónin vorum nú ekki hæf til myndatöku í dag en tókum þess í stað mynd af púsli sem við fengum í sérstaka aðventugjöf og byrjuðum aðeins að spreyta okkur á í dag. Púslið er með mynd af einhverjum flottasta kastala heims, Neuschwanstein í Þýskalandi en við fjölskyldan skoðuðum kastalann í Þýskalandsferð okkar árið 2006. Alveg ótrúlegt mannvirki!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.