Jólaboð og hangikjet!

Föstudagur 25. desember 2009

Eftir að fjölskyldan hafði sofið út var tekið til við að undirbúa árlegt Jóladagsboð fjölskyldunnar. Síðustu 10 ár eða svo höfum við Inga haldið jólaboð fyrir foreldra okkar systkini og nokkra ættingja ca 15-20 manns. Venju samkvæmt er boðið upp á jólahangikjöt með öllu tilheyrandi. Þetta árið var bæði jólahangikjöt frá Kjarnafæði en einnig kom Jóna mágkona með tvíreykt kjet af veturgömlum sauð, ættað úr Þistilfirði - þetta bragðaðist allt ljómandi vel. Í eftirrétt er venju samkvæmt möndluís og eru jafnan glæsileg verðlaun í boði fyrir þann sem hreppir möndluna. Að þessu sinni var það Kristinn Þór, sonur Krístínar mágkonu sem fékk möndluna við mikil fagnaðarlæti. Í okkar jolaboðum er jafnan farið í nokkra skemmtilega samkvæmisleiki þar sem ungir sem aldnir þurfa að spreyta sig á ýmsum þrautum og þrekraunum. Alltaf jafngaman hjá krökkunum að sjá hina fullorðnu keppa sín á milliCool og ýmsir hæfileikar koma í ljós. Jólaboðið gekk mjög vel og þegar flestir voru farnir var DVD-diski með þáttunum úr Fangavaktinni skellt í tækið - og glápt og hlegið fram á nótt!

IMG_6619

Mynd dagins er tekin í jólaboði fjölskyldunnar í dag. Þarna er ég að skera möndluísinn en þeir sem yngri eru eiga það til að verða nokkuð æstir þegar ísinn er borinn á borð þannig að einhver "reyndur" þarf að skera niður og skammta ísinn. Það vandasama verkefni féll í minn hlut í dag. Á myndinni er Rúnar Ingi sonur Jónu mágkonu að fá sína sneið en hann fékk einmitt möndluna í fyrra. Það skal tekið fram að húsfreyjan á allan heiðurinn að veitingunum í jólaboðinu Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband