2.1.2010 | 21:59
Tvöföld skötuveisla á heilögum Ţorlák
Miđvikudagurinn 23. desember 2009
Ég held ég hafi upplifađ einhverja ánćgjulegustu Ţorláksmessu í lífi mínu í dag. Ţá ferđađist ég um Hrafnistuheimilin, vinnustađ minni, og óskađi fólki gleđilegra jóla. Međ mér í för var 16 ára nágranni minn, Margeir Alex, sem spilar undurblítt á saxfón og hafđi veriđ ráđinn í aukavinnu í dag. Á hverjum stađ sem viđ stoppuđum á, spilađi hann 2-3 jólalög fyrir ţá sem viđ hittum. Eftir 7 tíma ferđalag vorum viđ búin ađ hitta vel yfir 500 manns í litlum hópum og Margeir náđi ađ spila yfir 90 jólalög (reyndar sömu lögin oft). Í hádeginu gćddi ég mér svo á gómsćtri skötu á Hrafnistu en Margeir vildi frekar KFC, hann lćrir á skötuna síđar. Seinni partinn, ađ loknum ţessum óvenjulega en skemmtilega vinnudegi, lá leiđin upp á Akranes ţar sem viđ Magnús Árni sonur minn gćddum okkur á gómsćtri skötu hjá mömmu í hennar árlegu skötuveislu. Eldri sonurinn, Ágúst Logi, lá veikur heima og húsfreyjan, Inga, var mjög sátt viđ ađ vera heima ađ hlú ađ syninum og sleppa ţannig viđ skötuveisluna - sem er einhverra hluta vegna ekki uppáhaldsmaturinn hennar. Ágúst Logi hefur hins vegar borđađ skötu međ bestu lyst frá unga aldri og var sársvekktur međ ađ missa af skötunni.
Mynd dagsins er tekin viđ eldhúsborđiđ hjá mömmu á Akranesi seinni partinn í dag ţar sem veriđ er ađ gćđa sér á velkćstri skötu, í annađ skiptiđ hjá mér í dag. Á myndinni eru frá vinstri: pabbi, mamma, Bryndís frćnka, Anna og Ingimar tengdó og Magnús Árni.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.