27.12.2009 | 23:57
Ævintýraveröld Avatar
Mánudagur 21. desember 2009
Þremur klukkutímum af þessum styðsta degi ársins ákvað ég að verja í bíó. Ágúst Logi sonur minn og frænkan Anna Dagbjört (sjá færslu gærdagsins) ákáðu að fara saman í bíó og sjá stórmyndina AVATAR. Anna Dagbjört og bróðir hennar Kristinn Þór, eru annars í tveggja daga heimsókn hjá okkur hér í Mosfellsbænum. Þegar ég frétti af bíóferð Ágústar og Önnu ákvað ég að "kúpla" mig út úr jólaundirbúningi og raunveruleikanum og skella mér með þeim í bíó. Kvikmyndin Avatar hefur fengið mikla umfjöllun undanfarið en hún er mikið sjónarspil og "augnkonfekt". Kvikmyndin gerist í framtíðinni á litlu tungli sem heitir Pandóra. Þar býr ættbálkur sem nefnast Na´vi en það eru 3 metra háir frumbyggjar bláir að lit sem hafa skýr einkenni mannfólks. Við mennirnir eigum í strýði við ættbálkinn og inn í þetta fléttast svo falleg ástarsaga. Myndin er sýnd í þrívídd og er gríðarlegt sjónarspil lita og hljóða fyrir augu og eyru - einstakt í kvikmyndasögunni segja margir og ég held bara að ég sé sammála því. Söguþráðurinn er í sjálfu sér ekki merkilegur en að horfa svona á myndina í þægilegu sæti í þrívídd og góðu hljóðkerfi er alveg hreint mögunuð upplifun. Mæli með því að þeir sem ætla á annað borð að sjá myndina sjá hana í þrívídd og góðu hljóðkerfi.
Mynd dagsins er fengin af láni og sýnir tvær aðalpersónur kvikmyndarinnar AVATAR sem ég fór að sjá í dag með Ágústi Loga og Önnu Dagbjörtu - mjög skemmtileg bíó-upplifun!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.