Kíkt á Keflavíkurflugvöll

Laugardagur 19. desember 2009

Dagurinn í dag fór auðvitað í alls konar útréttingar vegna jólanna, enda í mörg horn að líta. Um miðjan dag brugðum við feðgar þó undir okkur betri fætinum og smelltum okkur í stuttan túr á Keflavíkurflugvöll. Þar vorum við að sækja Guðrún mágkonu sem býr í Þýskalandi. Guðrún er að koma til landsins nú um jólin og ætlar að dvelja hjá okkur meira og minna þann tíma. Guðrún komst heilu og höldnu til landsins þrátt fyrir nokkrar tafir á flugi og samgöngum í Evrópunni vegna snjóföls og kulda. Það voru fangaðarfundir þegar Guðrún kom út enda alltaf fjör að fá hana í heimsókn.

gudrun Leifsstod
 

Mynd dagins er tekin í Leifsstöð í dag þar sem við feðgarnir sóttum Guðrúnu mágkonu sem var að koma til landsins frá Stuttgart í langþráð jólafrí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband