Þeir sem trúa á jólasveinana fá auðvitað í skóinn!!!

Fimmtudagur 17. desember 2009

Mér hefur orðið tíðrætt í þessum pistlum mínum um þann skemmtilega íslenska jólasið að þeir sem trúi á jólasveinana setji skóinn út í glugga á kvöldin og fái fyrir það gjöf. Þetta er auðvitað mikið rætt á mínu heimili þar sem Magnús Árni (6 ára) spáir mikið í lífið og tilveruna hvað þetta varðar. Ég hef margoft bent honum á að þeir sem trúa á jólaveinana fái í skóinn. Aðspurður segi ég jafnan að "auðvitað trúi ég á jólasveininn" og máli mínu til stuðnings set ég oftast skóinn út í glugga og fæ eitthvað í hann. Í nótt kom Askasleikir sjálfur og færði mér mandarínu að góðum og gömlum sið. Þetta þótt Magnúsi Árna mjög merkilegt því tveimur kvöldum áður hafði ég skrifað Pottasleiki bréf og beðið um að hann myndi gefa mér nammi í skóinn. Pottasleikir skrifaði mér mjög bjagaðri rithönd til baka að það væri ekki góð hugmynd því að ég yrði bara feitur á að borða nammi. Þar sem ég hefði verið góður strákur um daginn gaf hann mér samt einn mola í skóinn það kvöldið Smile Ágústi Loga, eldri syni okkar er enn í fersku mynni þegar ég fékk kartöflu í skóinn fyrir nokkrum árum en þann dag hafði ég verið frekar latur við uppvaskið og að hjálpa til við hússtörfin, að mati húsfreyjunnar. Hún er greinlega fljót að láta jólasveinana vita hvernig ég stend mig í heimilisstörfunum þannig að ég er undir töluverðri "pressu" að standa mig vel Smile

IMG_6493

Mynd dagsins tók Magnús Árni í morgun. Þarna er ég að skoða skóinn minn sem var út í glugga og  mandarínuna sem Askasleikir færði mér í nótt. Þeir sem trúa á jólasveinana fá auðvitað í skóinn! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband