Jólahlaðborð á Lækjarbrekku

Miðvikudagurinn 16. desember 2009

Mmmmmmmm!!! Jólamatur er nokkuð fyrirferðamikill í lífi mínu þessa dagana. Í hádeginu í dag var ég í jólahlaðborði á veitingastaðnum Lækjarbrekku. Þar voru að hittast gamlir skólafélagar úr Háskóla Reykjavíkur en þar stundaði ég MBA-nám árin 2002-2004 (sjá færslu 5. júní 2009). Bekkurinn minn, sem í voru 28 manns, reynir að hittast nokkru sinnum á ári og í desember höfum við haft þann skemmtilega sið að fara í jólahlaborð saman. Lækjabrekka er sjálfsagt farin að tilheyra eldri veitingastöðum landsins enda ekki furða því hlaðborðið í dag var hreint glæsilegt. Það mættu líka um 20 af 28 manna hópnum og það var því gaman að fá nýjar fréttir af fólkinu og rifja upp gamla tíma.

IMG_6470[1]

Mynd dagsins er tekin í jólahlaðborðinu á Lækjarbrekku í dag. Með mér á myndinni eru Borgar, mannauðsstjóri Veðurstofunnar (hann lofar góðu jólaveðri) og bankamærinn Anna Dagmar sem m.a. sagði okkur þær skemmtilegu fréttir að hún væri með barni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband