Magnús Árni fær í skóinn

Þriðjudagurinn 15. desember 2009

Nú eru jólasveinarnir óðum að tínast til byggða, hver á fætur öðrum. Í nótt var það Þvörusleikir sem mætti á svæðið og gaf öllum prúðum og stiltum börnum í skóinn - þ.e. öllum börnum á öllum aldri sem ennþá vilja trúa á jólasveinana. Magnús Árni er gríðarspenntur þessa dagana; sofnar snemma til að fá eitthvað flott og auðvitað vaknar snemma vegna spennunar hvað hafi komið í skóinn. Í morgun var það forláta gríma sem Þvörusleikir færði honum og Magnús Árni var bara hinn ánægðasti með gjöfina, sem hann mun án efa nota til að hræða líftóruna úr foreldrum sínum og öðrum gestum á heimilinum Smile

IMG_6491[1]

Mynd dagsins er af Magnúsi Árna nú í morgunsárið að kíkja á afrakstur næturinnar sem var forláta gríma sem Þvörusleikir færði honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband