Fjölgað í hópi efnilegra knattspyrnumanna í Mosfellsbæ

Mánudagur 14. desember 2009

Þó ég sé tiltölulega nýbúin að skrifa um Ungmennafélagið Aftureldingu hér í Mosfellsbænum, ætla ég líka að láta daginn í dag tengjast félaginu. Seinni partinn í dag var mér boðið á ángæjulegan fund hjá Knattspyrnudeild Aftureldingar. Eins og komið hefur fram í nokkrum færlsum fyrr á árinu var ég formaður Knattspyrnudeildarinnar um tíma, en lét þar af störfum í byrjun þessa árs. Á fundinum í dag var gengið frá leikmannasamningum við vænan hóp leikmanna meistaraflokks karla. Jafnframt var skrifað undir samninga við nokkra leikmenn félagsins í yngri flokkum og þónokkra veigamikla styrktaraðila. Það er knattspyrnudeild mikið fagnaðarefni að gera samninga við þessa efnilegu knattspyrnumenn en meistaraflokkur er nú að mestu skipaður uppöldum leikmönnum úr Mosfellsbæ.

samningar Afturelding

Mynd dagsins er fengin að láni af heimasíðu Aftureldingar, afturelding.is og sýnir nokkra af þeim knattspyrnumönnum sem skrifuðu undir samninga við Aftureldingu í dag - þar sem ég var viðstaddur á ánægjulegum fundi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband