15.12.2009 | 21:56
Jólaferð í Hafnarfjörð
Sunnudagur 13. desember 2009
Eftir að fjölskyldan hafði átt latan en góðan "morgunlúr", voru fjölskyldumeðlimir drifnir af stað í jólaferð í Hafnarfjörð. Í hádeginu áttum við heimboð í Hafnarfjarðarleikhúsið þar þar sem Felix Bergsson var að sýna leikrit sitt, Augastein, sem byggt er á samnefndri barnabók. Þetta var mjög skemmtilegt leikrit sem kemur öllum í jólaskap. Við fengum okkur svo snarl og að því loknu fórum við í góðan göngutúr um jólaþorp þeirra Hafnfirðinga og nágrennið. Veðrið var mjög gott, ekkert sérstaklega jólalegt en hentaði vel til útiveru. Á leiðinni til baka var svo kíkt við í nokkrum verslunum eins og Húsasmiðjunni/Blómavali og Rúmfatalagernum, sonunum til mikillar gleði. Það er ótrúlega margt sem þarf að gera fyrir jólin. Kvöldið áttum við svo í rólegheitum við ýmislegt stúss.
Mynd dagsins er af Ingu og er tekin í jólaþorpi Hafnfirðinga í dag í jólaferð fjölskyldunnar í Hafnarfjörð sem var hin skemmtilegasta!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.