Stekkjastaur og mínímóarnir

Laugardagur 12. desember 2009

Í nótt kom fyrsti jólasveinn, Stekkjastaur, til byggða ef það hefur farið framhjá einhverjum. Magnús Árni (6 ára) var vaknaður "mjög snemma" og kominn upp í rúm til okkar foreldrana til að sýna okkur framlag Stekkjastaurs um nóttina. Það er glæsileg Spider-man bók sem þegar hefur verið skírð leynibók Magnúsar Árna. Það var nokkur undrun hjá sumum þegar kom í ljós að ég hafði sjálfur gleymt að setja skóinn út í glugga og þar af leiðandi ekki fengið neitt. "Pabbi, hvernig er hægt að gleyma að setja skóinn út í glugga?!?" Ég hef nefnilega á síðustu árum stundum sett skóinn minn út í glugga, þó hann sé nr. 45. Yfirleitt hef fengið eitthvað í hann enda er ég ótruglega oft duglegur og stilltur og trúi auðvitað á jólasveinana. Úr þessu verður að bæta strax í kvöld. Deginum eyddum við fjöskyldan í ýmislegt jólastúss og vorum bara mjög ánægð að eiga einu sinni laugardagskvöld saman í rólegheitum. Við Magnús fórum þó í bíó í dag ásamt Elísabetu vinkonu hans þar sem við sáum myndina Arthúr og mínímóarnir númer 2. Þau skemmtu sér vel þó persónulega hafi mér mynd númer eitt verið töluvert betri.

IMG_6456[1]

Mynd dagsins er af Magnúsi Árna og Elísabetu vinkonu hans, tekin í bíó í dag þar sem við sáum myndina Arthúr og mínímóarnir númer 2 Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband