13.12.2009 | 10:38
Jólahlaðborð á Grandhótel
Föstudagurinn 11. desember 2009
Í kvöld skelltum við Inga okkur á jólahlaðborð á Grandhótel í góðra vina hópi, alls 20 saman. Hlaðborðið var alveg glæsilegt og mjög ljúffengt - hver rétturinn á fætur öðrum og maður náði ekki nærri því að smakka á öllu sem var í boði. Mikill metnaður er greinlega settur í framsetningu og útliti réttanna þannig að kræsingarnar náði vel að tæla augu okkar hlaðborðsgesta. Maður gerði samt sitt besta til að ofbjóða ekki maganum þannig þrátt fyrir mikla "mettun" passaði ég mig á að vera ekki alveg að springa Á miðju kvöldi gengu fallegar blómarósir á milli borða og sungu jólalög. Yfir desertunum kom enginn annar en stórsöngvarinn Helgi Björnsson og tók nokkur jólalög og klassískar dægurperlur sem "klöppuðu kviðnum mjúklega" eins og söngvarinn sjálfur orðaði það. Að loknu borðhaldi var svo stuðdansleikur með hljómsveitinni Hafrót. Það er nú reyndar ekki uppáhaldshljómsveitt okkar hjónanna en við fengum okkur þó góðan snúning á dansgóflinu ásamt hópnum okkar áður en haldið var heim um miðnæturbil. Alveg ljómandi kvöld og ljómandi undirbúnngur fyrir jólin!
Eitthvað er mér farið að förlast varðandi myndir dagins og eins og oft áður upp á síðkastið gleymdist myndavélin. Tók þó þessa mynd af Helga Björns á símann minn sem verður að duga sem mynd dagsins þegar ég fór á frábært jólahlaðborð á Grand hótel.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.