Dagrenningur - aldarsaga Aftureldingar

Fimmtudagur 10. desember 2009

Nú í kvöld kom ég við í Lágafellsskóla hér í Mosfellsbænum. Þar var mér boðið í útgáfuhóf í tilefni af útkomu nýrrar bókar sem heitir Dagrenning - aldarsagar Aftureldingar. Afturelding  er íþróttafélagið hér í Mosfellsbænum en félagið hefur verið að fagna 100 ára afmæli á þessu ári með ýmsum hætti. Eins og fram hefur komið á þessari síðu áður var ég í þrjú ár formaður Knattspyrnudeildar Aftureldingar þannig að maður tengist þessari merkissögu þó það hafi ekki varað lengi (ennþá amk). Bókin er mikið og glæsilegt rit en höfundar eru Bjarki Bjarnason og Magnús Guðmundsson. Ég er mjög ánægður með uppsetninguna á bókinni en textinn er mikið brotinn upp með myndum og stuttum köflum.

dagrenning

Mynd dagsins af kápu nýju bókarinnar, Dagrenningur ásamt boði á útgáfukvöldvöku bókarinnar. Bókin er flott og skemmtilegt framtak!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband