Áhugaverð ráðstefna um öryggismörk

Miðvikudagurinn 9. nóvember 2009

Það var nóg um að vera hjá mér í dag. Þó verður hápunktur dagsins líklega að teljast mjög áhugaverð ráðstefna sem ég sótti í dag um öryggismörk í heilbrigðisþjónustu. Ég er fulltrúi Hrafnistuheimilanna (vinnustaðar míns) i stjórn Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu og er þar reyndar varaformaður. Eitt af markmiðum samtakanna er að halda uppi umærði í þjóðfélaginu um hagsmunamál aðildarfélaga samtakanna. Í haust tók ég að mér, ásamt tveimur öðrum stjórnarmönnum samtakanna, að sjá um að halda ráðstefnu um öryggismörk í heilbrigðisþjónustu og sem sagt,  sú ráðstefna fór fram eftir hádegi í dag. Það er þó nokkur undirbúningur fyrir svona ráðstefnu. Við vorum nokkuð vongóð um góða mætingu enda málefnið mjög ofarlega á baugi þessi misserin vegna efnahagsástandsins og einnig auglýstum við þetta vel. Enda kom á daginn að húsið var troðfullt - sæti voru fyrir 120 manns og eitthvað var bætt við af stólum í viðbót. Á mælendaskrá voru meðal annars tveir ráðherrar og ráðstefnustjóri var Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona (Útsvar/Kastljós). Ráðstefnan gekk bara mjög vel og almenn ánægja meðal þátttakenda. Ég ætla nú ekki að fara rekja efni erindanna hér eða umræður Smile - en amk fór ég mjög sáttur heim eftir daginn. Um kvöldið var svo ágætisfrétt um ráðstefnuna í Sjónvarpinu og niðurstöður hennar.

IMG_6449[1]

Mynd dagsins er tekin í dag á ráðstefnu Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu um Öryggismörk í heilbrigðisþjónustu. Á myndinni má sjá fyrirlesara í pallborði og eru frá vinstri: Pétur Blöndal alþingismaður, Eva Þengilsdóttir varaformaður samtakanna Almannaheill, Anna Stefánsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra, Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra og Gísli Páll Pálsson formaður Samtaka Fyrirtækja í heilbrigðistjónustu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband