Ágúst Logi Hendrix?

Mánudagur 7. desember 2009

Ég var nú bara eitthvað hálfslappur í vinnunni í dag. Ekki beint með hita en eitthvað lympulegur og hóstaði mikið. Þegar ég kom heim skreið ég bara beint undir sæng og tók það bara rólega. Sængin sem fyrir valinu varð, var hins vegar ekki mín sæng heldur fór ég inn í herbergi unglingsins á heimilinu og stalst upp í rúmið hans. Kom mér svo þægilega þar fyrir undir sænginni og spilaði Playstation meðan líkaminn fékk að vinna á kvillunum sem voru að hrjá mig. Eigandi herbergisins var nokkuð hissa á þessari innrás enda þó ég sé oft gestur í herberginu er það nú mjög sjaldgæft að ég leggist upp í rúmið. Meðan ég lá þarna og lét mér batna dró sonurinn fram rafmagnsgítar og magnara en síðan í fyrra hefur hann verið að læra á gripinn. Ég hlustaði því nokkuð stoltur á gítaræfinguna þó að samkomulagi hafi orðið eftir nokkra stund að drengurinn tengdi heyrnatól við magnarann til að minnka hávaðan.

gítar

Mynd dagins er tekin frá sjónarhorninu úr rúminu hans Ágústar Loga nú í kvöld þar sem ég lá dágóða stund nú í kvöld - spilaði playstation og hafði það huggulegt. Þarna er kappinn að æfa sig á rafmagnsgítarinn og aldrei að vita nema hann verði kallaður "Hendrix" í framtíðinni í höfuðið á gítarhetjunni frægu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband