8.12.2009 | 23:29
Þegar piparkökur bakast...
Sunnudagur 6. desember 2009
Einn af föstum jólasiðum fjölskyldunnar er að baka saman piparkökur fyrir jólin - og auðvitað skreyta þær. Í dag var piparkökudagurinn mikli. Eftir að hafa farið með piparkökusöngin um hádegisbilið, flatt út degið og búið til alls konar karla, kerlingar og hjörtu úr deginum var seinni partinum varið í að skreyta piparkökurnar (og auðvitað aðeins að smakka). Þetta er alltaf hluti af jólastemningunni; við hlustum á jólalög og höfum það huggulegt. Mjög fínt að halda svona upp á annan sunnudag í aðventu!
Mynd dagsins er sýnishorn af afrakstri dagsins í piparkökubakstri og skreytingum fjölskyldunnar. Spurning hvað Mikki refur myndi segja við þessu?!?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.