8.12.2009 | 23:17
Grettukeppni í jólaös
Laugardagur 5. desember 2009
Það var nóg um að vera í dag hjá mér. Eftir að hafa vaknað snemma og skellt mér í ræktina var í mörg horn að líta við jólaundirbúninginn. Eftir hádegið skaust ég í vinnuna þar sem ég þurfti að ljúka nokkrum mikilvægum verkefnum og svo var verið að"jólast" þegar heim var komið. Um kvöldið fórum við Inga svo og hittum góða félaga þar sem við áttum frábært kvöld við (of)át í góðra vina hópi fram á nótt.
Þó nóg hafi verið að snúast í dag gáfum við Magnús Árni okkur tíma til að fara í smá grettukeppni. Mynd dagsins er staðfesting á því að Magnús er mjög efnilegur í þessari íþrótt. Enda á hann ekki langt að sækja hæfileikanna. Okkur fjölskyldunni er ennþá í fersku minni þegar Guðrún mágkona var plötuð í grettu-keppni um verslunarmannahelgina á Flúðum fyrir nokkrum árum - og sigraði með yfirburðum og náði meðal annars að rata í aðalfréttatíma Sjónvarpsins fyrir framtakið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.