Bingó - bingó

Föstudagur 4. desember 2009

Í kvöld fór ég á árlegt jólabingó Starfsmannafélags Hrafnistu í Reykjavík. Það er löng hefð fyrir þessu kvöldi - sem að mér skilst - er alltaf með svipuðu sniði. Tæplega 200 manns voru saman komin í Breiðfirðingabúð við Skeifuna, þar sem borin var fram dýrindis kvöldverður; sjávarréttasúpa og purusteik með tilheyrandi meðlæti. Margir tóku sig nú til og skoluðu þessu niður með rauðvíni eða öðrum afsprengjum Bakkusar. Að lokinni máltíð var tekið til við að spila bingó og margir glæsilegir vinningar í boði. Þrátt fyrir ágætis ásetning reið ég nú ekki feitum hesti frá þessu bingói - en átti hins vegar mjög skemmtilega stund með góðu fólki. Eftir bingóið gat fólk svo tjúttað og þegar ég fór heim upp úr kl. 23 var dansgólfið ennþá iðandi að brosmildum bingóspilurum.

bingo

 

Því miður gleymdist myndavélin í kvöld þannig að ég á enga mynd frá bingó-kvöldinu. Hins vegar rakst ég að þessa fínu bingómynd á netinu sem verður bara að duga sem mynd dagsins í dag Smile

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband