8.12.2009 | 22:38
Þvörusleikir hin þykki
Fimmtudagur 3. desember 2009
Ein af mörgum skemmtilegum hefðum við jólin er jólabaksturinn. Ég verð þó að viðurkenna að gegnum tíðina hef ég ekkert verið sérlega duglegur á því sviði - en þó tekið þátt, yfirleitt eitthvað tilneyddur. Þó verður að geta þess að alla tíð hefur sérsvið mitt í þessum jólabakstri verið að bregða mér í hlutverk jólasveinsins "Þvörusleikis" og sleikja sleifar og skálar. Alveg hrikalega gott Það sem hefur hins vegar breyst, er að hin síðari ár hef ég passað verr og verr í hlutverk hins þvengmjóa Þvörusleikis (eins og honum er líst í kvæði Jóhannesar úr Kötlum) og stundum fegið uppnefnið "Þvörusleikir hinn þykki" hér á heimilinu. Mynd dagsins var tekin nú seinni partinn þegar ég kom heim úr vinnunni og greip aðeins í að "sleikja" þegar húsfreyjan stóð í bakstri
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.