Fyrsta bekkjarkvöld Magnúsar Árna

Þriðjudagur 1. desember 2009

Seinni partinn í dag var söguleg stund í líf Magnúsar Árna en þá fór fram fyrsta "bekkjarkvöldið" sem hann tekur þátt í Cool Þrír foreldrar úr bekknum eru bekkjarfulltrúar og þeir þurfa að skipuleggja 2-3 uppákomur yfir veturinn þar sem reynt er fá krakkana til að hittast og eiga góða stund saman utan hefðbundinnar kennslu. Í dag var semsagt komið að fyrstu uppákomunni sem var "bekkjarkvöld" sem haldið var í skólanum frá kl. 17:30-19:00. Bekkjkarkvöldið var haldið í skólastofu krakkanna og allir áttu að koma með smávegis framlag á hlaðborð. Eftir nokkrar leiki var borðað og svo var farið í fleiri leiki áður en haldið var heim. Magnúsi Árna fannst alveg rosalega gaman og bíður nú spenntur eftir næsta bekkjarkvöldi!

IMG_6390[1]

Mynd dagins er tekin á bekkjarkvöld 1. HS í Lágafellsskóla nú í kvöld. Þarna er Inga (sem er ein bekkjarfulltrúanna úr hópi foreldra) að stjórna leikjum. Mikið fjör!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband