6.12.2009 | 18:29
Fyrsta aðventukaffið
Sunnudagur 29. nóvember 2009
Í dag er fyrsti sunnudagur í aðventu. Dagurinn fór því að mestu leiti í ýmsan undirbúning fyrir jólin - leyta að skreytingum og reyna koma þeim upp. Inga tók svo vasklega rispu í jólabakstrinum og afgreiddi 2-3 sortir á stuttum tíma. Að sjálfsögðu var aðventukaffi og kveikt á fyrsta kertinu á aðventukransinum. Bryndís frænka kíkti í heimsókn og var að sjálfsögðu boðið í aðventukaffið. Alveg hreint fínasti dagur og jólastemningin byrjuð að láta á sér kræla.
Mynd dagsins er frá aðventukaffi fjölskyldunnar í dag þegar kveikt var að fyrsta kertinu á aðventukransinum. Á myndinni eru Ágúst Logi, Inga, Magnús Árni og Bryndís frænka.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.