1.12.2009 | 23:25
Kaffi- og piparkökusölumenn
Laugardagur 28. nóvember 2009
Það var ýmislegt brasað í fjölskyldunni í dag og kvöld þannig að dagurin leið hratt. Milli fjögur og sex í dag vorum við Magnús Árni að aðstoða Ágúst Loga við mikla manndómsraun. Knattspyrnudeild Aftureldingar, þar sem Ágúst stundar æfingar, er í fjáröflunarskyni að selja piparkökur og kaffi nú fyrir jólin. Um helgina var ákveðið að vörurnar yrðu boðnar til sölu í sölubás sem staðsettur var framan við verlsun Bónus hér í Mosfellbænum. Og semsagt - við feðgar tókum að okkur eina vakt á sölubásnum. Manndómsraun Ágústar Loga fólst í því að ganga milli fólks, sem var á ferðinni framan við verslunina og bjóða því piparkökur og kaffi til kaups. Það má alveg segja í hreinskilni að yfir 90% aðspurðra afþökkuðu þessar frábæruvörur þannig óharnaður unglingurinn þurfti smá hvatningu öðru hvoru. Hins vegar gekk þetta bara nokkuð vel hjá Ágústi og mikilvæg atvinnureynsla safnaðist í sarpinn hjá piltinum. Við Inga ákváðum að verðlauna hann fyrir þessi góðu störf með því að leyfa honum að velja kvöldmatinn - sem var pítsa frá Eldhúsinu hér í Mosfellsbænum.
Mynd dagsins er tekin við kaffi- og piparkökusölubásinn framan við Bónus, hér í Mosfellsbænum. Þarna er sölumaðurinn Ágúst Logi á ferð og þrátt fyrir mörg "nei" náði hann að selja þónokkuð af pökkum og safna mikilli reynslu í sölumennsku.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.