1.12.2009 | 23:11
Skákmót á Skaganum
Föstudagur 27. nóvember 2009
Inga þurfti að vinna langt fram á kvöld þannig að við feðgarnir brugðum undir okkur betri fætinum, nú seinni partinn, og skelltum okkur í heimsókn til mömmu og pabba á Skaganum. Þar var að sjálfsögðu dekrað við okkur. Ljúffengur kvöldmatur borin fram og ís á eftir - sem sló heldur betur í gegn. Svo áttum við mjög góða stund. Meðal annars var gripið í tafl og fleira. Fer ekki mörgum orðum að úrslitum þeirra skáka enda ríkti ungmennafélagsandinn yfir vötnum - aðalmálið er ekki að vinna heldur að vera með.
Mynd dagsins er tekin í heimsókn hjá mömmu og pabba á Akranesi nú í kvöld. Þarna sitjum við feðgarnir ásamt pabba en hörkuspennandi skákmót fór meðal annars fram.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.