1.12.2009 | 22:33
Beðið eftir Klæng sniðuga
Miðvikudagur 25. nóvember 2009
Í dag fórum við Magnús Árni í Krónuna. Erindið var að kaupa jóladagatal Sjónvarpsins sem hefst næsta þriðjudag, fyrsta desember. Jóladagatal Sjónvarpsins verður að þessu sinni ævintýrið um Klæng sniðuga og vini hans. Þetta jóladagatal er eftir spaugarana Stein Ármann og Davíð Þór Jónsson. Dagatalið var fyrst frumsýnt fyrir jólin 1997 og hefur notið miklla vinsælda í fjölskyldunni. Fyrir þá sem hafa stúderað jóladagatölin síðustu ár þykir þetta dagatal vera með því besta sem framleitt hefur verið af RÚV ásamt sögunni af englunum Pú og Pa, en það dagatal hefur verið sýnt 3-4 sinnum hin síðari ár. En allveganna, bíður Magnús Árni mjög spenntur eftir að kynnast sögunni um Klæng sniðuga, Harald íkorna, Grálúðuna geðvondu og Lovísu með lærin þykku sem við hin í fjölskyldunni höfum oft vísað til síðustu árin.
Mynd dagsins er af Magnús Árna sem er hér sigri hrósandi komið með Jóladagatal sjónvarpsins 2009 í hendurnar - söguna af Klæng sniðuga. Nú er bara að telja niður dagana fram að fyrsta demsember þegar sagan hefst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.