Pípur í planinu

Þriðjudagur 24. nóvember 2009

Nú er mikið að gerast í heimilishaldinu hér í Hrafnshöfðanum. Hér fyrir utan hefur öll innkeyrslan verið grafin upp en vösk sveit manna er hér að helluleggja innkeyrsluna með hitalögnum og tilheyrandi. Sonunum stóð ekki á sama þegar þeir komu heim úr skólanum í dag, þegar grafa sem var nokkrar mannhæðir að stærð var búin að moka upp úr lóðinni okkar. Fljótlega kom þó nýr jarðvegur og sandur og seinni partinn var kominn pípulagningamaður að leggja snjóbræðslukerfi. Ef veðrið verður þokkalegt mun framkvæmdin taka 2-3 vikur - amk er búið að ræða mjög vel að þetta brölt verði búið vel fyrir jól og verður aldeilis gaman þegar þetta verk verður tilbúið Smile

IMG_6335[1]

Mynd dagsins er af planinu okkar hér í Hrafnshöfðanum þar sem bláarpípur ráða nú ríkjum. Fjölskyldan bíður spennt eftir að verkið klárist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband