1.12.2009 | 21:56
Heilsubælið í Gervahverfi
Mánudagur 23. nóvember 2009
Það vinsælasta á heimilinu þessa dagana er DVD-diskur sem barst hingað á dögunum - Heilsubælið í Gervahverfi. Heilsubælið eða Heilsubælið í Gervahverfi er íslensk þáttasería sem framleidd var fyrir Stöð 2 árið 1987. Þættirnir fjalla um líf starfsfólks Heilsubælisins og baráttu þeirra við sjúklingana. Gert er grín að sjúkrahúslífinu eins og mögulegt er og fara Laddi, Pálmi Gests og Edda Björgvins á kostum. Synirnir báðir og vinir hlægja mikið en ekki síður höfum við Inga mjög gaman að rifja upp þessa þætti og hlægja að gömlum, góðum og klassískum bröndurum.
Mynd dagsins er kynningarmynd fyrir Heilsubælið í Gervahverfi - þessa gömlu góðu þáttaseríu sem nú er komin á DVD og hefur algerlega slegið í gegn hjá yngri kynslóðinni á heimilinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.