Kátt í Kotinu!

Laugardagur 21. nóvember 2009

Þrátt fyrir að hafa verið í skemmtilegri veislu í gærkvöld var ég kominn á fætur kl. 7 í morgun og mættur í Knattspyrnuhöllina í Reykjanesbæ kl. 8:15. Þar var Ágúst Logi sonur minn að keppa á fótboltamóti. Við vorum komnir heim upp úr hádegi. Seinni partinn fórum við fjölskyldan til Kristínar mágkonu minnar og hennar fjölskyldu í Unnarholtskoti við Flúðir. Það var kátt í kotinu - krakkar léku saman og við fullorðna fólkið spjölluðum. Svo þurfti líka að borða góðan mat saman en við vorum samt bara komin snemma heim aftur. Bara stutt en skemmtileg heimsókn í þetta skiptið!

IMG_6301[1]

Mynd dagsins er tekin hjá Kristínu mágkonu og fjölskyldu, í Unnarholtskoti í kvöld. Það var kátt í Kotinu en þarna erum við að borða saman. Á myndinni eru frá vinstri: Magnús Árni, Kristín Erla, Inga, Ágúst Logi, Kristinn Þór, Anna tengdó, Anna Dagbjört, Styrmir og Þorsteinn litli.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband