23.11.2009 | 23:04
Heimsókn í Ölgerðina
Föstudagur 20. nóvember 2009
Nú í kvöld var með boðið að skoða Ölgerðina ásamt góðum hópi fólks. Ölgerðin er eitt af elstu fyrirtækjum landsins, en hún náði 95 ára aldri árið 2008. Nú er Ölgerðin í að framleiða, flytja inn, dreifa og selja matvæli og sérvöru af ýmsum toga. Í september opnaði Ölgerðin nýtt og glæsilegt húsnæði. Byrjað var á að bjóða okkur inn á "bar" fyrirtækisins þar sem við fengum hressingu og farið var yfir sögu fyrirtækisins á skemmtilegan hátt. Svo fórum við í skoðunarferð þar sem okkur var m.a. sýnd bjórbruggun fyrirtækisins á öllum stigum og ýmislegt fleira. Eftir skoðunaferðina fór ég svo í mjög skemmtilega veislu þannig að kvöldið var hið ánægjulegasta í alla staði!
Mynd dagsins er líklega af frægustu vöru Ölgerðarinnar - appelsíninu. Það var mjög gaman og forvitnilegt að skoða Ölgerðina nú í kvöld.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.