Bragðgott bókmenntahlaðborð

Miðvikudagur 18. nóvember 2009

Í kvöld fórum við Inga á árlegt Bókmenntakvöld Bóksafns Mosfellsæjar, sem kallast "Bókmenntahlaðborð". Síðustu ár hefur bókasafnið boðið bæjarbúum á bókmenntakvöld þar sem nokkrir íslenskir höfundar hafa komið og lesið úr verkum sínum fyrir gesti, sem sitja vítt og breitt um safnið við kertaljós og fá rauðvínsglas og piparkökur. Í kvöld var fullt út úr dyrum þegar við Inga mættum enda fimm spennandi höfundar að lesa. Þetta voru Huldar Breiðfjörð (Færeyskur dansur), Kristín Marja Baldursdóttir (Karlsvagninn), Stefán Máni (Hyldýpi), Steinunn Sigurðardóttir (Góði elskhuginn) og síðast, en ekki síst heimamaðurinn Jón Kalman Stefánsson (Harmur englanna). Á eftir voru svo pallborðsumræður höfundanna undir stjórn Katrín Jakobsdóttur bókmenntafræðings og menntamálaráðherra. Það verður nú bara að segjast eins og er að þetta kvöld var hið fínasta skemmtun - og höfundarnir voru bara hver öðrum betri og heppnaðst bara mjög vel að láta höfundana lesa sjálfa. Umræðurnar voru líka skemmtilegar þannig að kvöldið var hið ánægjulegasta.

IMG_6288[1]

Mynd dagsins er frá bókmenntahlaðborðinu á Bókasafni Mosfellsbæjar í kvöld. Rithöfundarnir eru við langborðið og eru frá vinstri: Huldar Breiðfjörð, Stefán Máni, Steinunn Siguðardóttir (standandi), í hvarfi við hana er svo Kristín Marja Baldursdóttir, Jón Kalman Stefánsson og á endanum er stjórnandi kvöldsins, Katrín Jakobsdóttir - mjög skemmtilegt og bragðgott bókmenntahlaðborð Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband